Söguleg þrenna Salah er Liverpool gjörsigraði Rangers Atli Arason skrifar 12. október 2022 21:00 Salah fagnar þriðja marki sínu í gegn Rangers. Getty Images Mohamed Salah skoraði þrennu á sex mínútum í 1-7 útisigri Liverpool á Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Enginn hefur skorað þrjú mörk í Meistaradeildinni á jafn skömmum tíma. Scott Arfield kom Rangers yfir strax á 17. mínútu við mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni sem gátu þó ekki fagnað lengi því Roberto Firmino jafnaði leikinn aðeins sjö mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo eign gestanna frá A-Ö. Firmino kom Liverpool í forystu með sínu öðru marki í leiknum á 55. mínútu eftir stoðsendingu Joe Gomez áður en Darwin Nunez gerði þriðja mark gestanna á 66. mínútu. Þá var röðin komin að Salah sem skoraði næstu þrjú mörk Liverpool á rúmum sex mínútna kafla milli 76. og 81. mínútu leiksins. Sneggsta þrennan í sögu Meistaradeildarinnar en Salah gerði mörkin þrjú á sex mínútum og 12 sekúndum. Harvey Elliot rak svo síðasta naglann í líkkistu Rangers með sjöunda marki Liverpool á 87. mínútu og þar við sat. Með sigrinum fer Liverpool í níu stig í 2. sæti A-riðils á meðan Rangers er á botni riðilsins án stiga. Liverpool þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að gulltyggja farseðill sinn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Mohamed Salah skoraði þrennu á sex mínútum í 1-7 útisigri Liverpool á Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Enginn hefur skorað þrjú mörk í Meistaradeildinni á jafn skömmum tíma. Scott Arfield kom Rangers yfir strax á 17. mínútu við mikinn fögnuð heimamanna í stúkunni sem gátu þó ekki fagnað lengi því Roberto Firmino jafnaði leikinn aðeins sjö mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var svo eign gestanna frá A-Ö. Firmino kom Liverpool í forystu með sínu öðru marki í leiknum á 55. mínútu eftir stoðsendingu Joe Gomez áður en Darwin Nunez gerði þriðja mark gestanna á 66. mínútu. Þá var röðin komin að Salah sem skoraði næstu þrjú mörk Liverpool á rúmum sex mínútna kafla milli 76. og 81. mínútu leiksins. Sneggsta þrennan í sögu Meistaradeildarinnar en Salah gerði mörkin þrjú á sex mínútum og 12 sekúndum. Harvey Elliot rak svo síðasta naglann í líkkistu Rangers með sjöunda marki Liverpool á 87. mínútu og þar við sat. Með sigrinum fer Liverpool í níu stig í 2. sæti A-riðils á meðan Rangers er á botni riðilsins án stiga. Liverpool þarf aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að gulltyggja farseðill sinn í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.