Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 20:51 Niðurföll höfðu ekki undan í rigningunni. Vísir/Egill Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“ Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47