
Viðburðurinn markar fyrsta opinbera flug XPeng X2 eftir að áhættumat á því sem gæti hugsanlega farið úrskeiðis hafði leitt í ljós að réttast væri að veita leyfi fyrir fluginu. Yfir 150 manns sáu flugið sem fór fram á opnunardegi GITEX (Alheims tæknisýningunni í World Trade Center í Dubai).
XPeng X2 hlaut lof áhorfenda fyrir stöðugleika á flugferlin. Ferlið var ekki flókið en eins og sést á myndbandinu tók bíllinn lóðrétt á loft og sveif í um þriggja metra hæð. Fluginu svipar mikið til drónaflugs.
Flugbíllinn er þróaður af dótturfélagi kínverska bílaframleiðandans XPeng, sem heitir XPeng Aeroht, sem lýsir bílnum sem stærsta fljúgandi bílnum í Asíu. Nánari lýsing á tæknilegum smáatriðum flugbílsins verður kynnt seinna í október.