„Ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 14:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er sigurviss fyrir úrslitaleik okkar kvenna um sæti á HM 2023 gegn Portúgal. Leikið verður þar ytra í Portó og er forsetinn á meðal um 150 stuðningsmanna íslenska landsiðsins sem Guðni segir munu styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu. „Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
„Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira