„Ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 14:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er sigurviss fyrir úrslitaleik okkar kvenna um sæti á HM 2023 gegn Portúgal. Leikið verður þar ytra í Portó og er forsetinn á meðal um 150 stuðningsmanna íslenska landsiðsins sem Guðni segir munu styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu. „Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
„Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira