„Ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. október 2022 14:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er sigurviss fyrir úrslitaleik okkar kvenna um sæti á HM 2023 gegn Portúgal. Leikið verður þar ytra í Portó og er forsetinn á meðal um 150 stuðningsmanna íslenska landsiðsins sem Guðni segir munu styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu. „Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
„Mér er það bæði ljúft og jafnvel skylt líka að styðja við stelpurnar okkar og strákana okkar á sviði íþrótta, menningar og lista. Þá er gaman að geta verið með góðum hópi Íslendinga þegar svona stór stund er framundan,“ segir Guðni í samtali við Kolbein Tuma Daðason fréttamann okkar sem er staddur í Porto. Kolbeinn rifjaði upp ljúfar minningar frá Nice árið 2016 þegar landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum EM. Eitt af fyrstu embættisverkum Guðna var að styðja strákana þar í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í Portó fyrir leik landsiðs kvenna í fótbólta. Sæti á HM er undir og verður flautað til leiks klukkan 5 að íslenskum tíma.vísir/kolbeinn tumi „Kannski verður þetta jafn spennandi í kvöld maður veit það ekki en hvernig sem fer þá veit ég að stuðningsfólk okkar mun styðja stelpurnar frá fyrstu mínútu,“ segir Guðni. Hann hefur fulla trú á stelpunum þar sem liðið sé það gott. „Leikreynt, vel þjálfað og samheldið,“ segir Guðni. „Með fullri virðingu fyrir gestgjöfunum sem eru með afar skemmtilegt og sterkt lið, þá held ég að ef við tökum leikmennina stöðu fyrir stöðu þá eigum við að hafa betur. Við förum að minnsta kosti inn í leikinn til að vinna.“ Guðni var að lokum spurður út í alþýðleika sinn en Guðni tók flugvél, strætó og rútu með öðru stuðiningsfólki. Forsetinn segir annað ekki hafa verið í boði en bætir við að fólk í stöðu líkt og hann geti farið hvert sem er án þess að gæta sérstaklega að öryggi þeirra. „Og megi það vera þannig áfram. Þannig við skulum standa öll sem eitt saman í því að halda íslensku samfélagi þannig að fólk í áhrifastöðum þurfi ekki að óttast illsku ofbeldi og hatur. Við viljum ekki svoleiðis,“ segir Guðni að lokum og ítrekar að sigri Íslands sé að vænta á eftir. Leikurinn hefst klukkann 5 að íslenskum tíma.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira