Fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar vann sér inn 2,6 milljarða króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 17:01 Dustin Johnson fær vel borgað fyrir sigur sinn á LIV mótaröðinni í golfi. Getty/Jonathan Ferrey Dustin Johnson er fyrsti meistari LIV mótaraðarinnar í golfi og það er óhætt að segja að það hafi borgað sig fyrir hann að „svíkja lit“ og semja við Sádana. Hinn 38 ára gamli Bandaríkjamaður tryggði sér sigur á LIV með því að vinna Golf Invitational mótið í Boston í september en hann var á topp tíu á fimm af sex mótum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Johnson endaði í sextánda sæti í næstsíðasta mótinu í Bangkok um helgina en var samt með 42 stiga forskot á endanum og sigurinn því í höfn. Lokamótið fer fram í Jeddah frá 14. til 16. október. Johnson hafði unnið sér samtals inn 75 milljónir dollara á öllum ferli sínum á PGA-mótaröðinni en fékk 18 milljónir dollara fyrir sigur sinn á LIV. „Það er stórt fyrir mig að tryggja sér sigur í einstaklingskeppninni. Það er heiður að verða fyrsti meistarinn á LIV mótaröðinni,“ sagði Dustin Johnson. Sá sem endar í öðru sæti fær átta milljónir dollara en þriðja sætið gefur fjórar milljónir dollara. LIV mótaröðin fór af stað í óþökk bandarísku meistararaðarinnar, PGA, og þeir sem keppa í LIV eiga ekki afturkvæmt inn á móti PGA. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Bandaríkjamaður tryggði sér sigur á LIV með því að vinna Golf Invitational mótið í Boston í september en hann var á topp tíu á fimm af sex mótum. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Johnson endaði í sextánda sæti í næstsíðasta mótinu í Bangkok um helgina en var samt með 42 stiga forskot á endanum og sigurinn því í höfn. Lokamótið fer fram í Jeddah frá 14. til 16. október. Johnson hafði unnið sér samtals inn 75 milljónir dollara á öllum ferli sínum á PGA-mótaröðinni en fékk 18 milljónir dollara fyrir sigur sinn á LIV. „Það er stórt fyrir mig að tryggja sér sigur í einstaklingskeppninni. Það er heiður að verða fyrsti meistarinn á LIV mótaröðinni,“ sagði Dustin Johnson. Sá sem endar í öðru sæti fær átta milljónir dollara en þriðja sætið gefur fjórar milljónir dollara. LIV mótaröðin fór af stað í óþökk bandarísku meistararaðarinnar, PGA, og þeir sem keppa í LIV eiga ekki afturkvæmt inn á móti PGA.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira