Arnar Gunnlaugsson: Innilega til hamingju Blikar nær og fjær Sverrir Mar Smárason skrifar 10. október 2022 21:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik í sumar. Vísir/Vilhelm Víkingur tapaði í kvöld 2-1 í leik gegn Stjörnunni og gerðu með því Breiðablik að Íslandsmeisturum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjaði á því að óska öllu Blikum til hamingju. „Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn Sjá meira
„Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti