Fær milljónir þar sem enginn gekk úr skugga um meint asbest í húsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2022 19:51 Húsið var rifið eftir eldsvoðann. Niðurrifið fól í sér umfangsmiklar aðgerðir vegna asbestsins sem talið var hafa verið í húsinu. Vísir/Jói K Tryggingafélagið VÍS þarf að greiða eiganda húsnæðisins sem brann við Kirkjuveg á Selfosi árið 2018 rúmar níu milljónir króna sem félagið hafði áður dregið frá vátryggingarbótum, meðal annars vegna kostnaðar við niðurrifs hússins. Niðurrifið reyndist kostnaðarsamt þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Eigandinn taldi hins vegar svo ekki vera. Enginn sem kom að niðurrifinu virðist hafa gengið úr skugga um hvort að þar væri asbest að finna eða ekki. Tvennt lést í brunanum við Kirkjuveg á Selfossi árið 2018. Var Vigfús Ólason dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í fréttum um niðurif hússins árið 2018 kom fram að það yrði umfangsmikið verk þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Vaskur vinnuhópur um tuttugu manna sá um niðurrifið. Í frétt Vísis frá því í nóvember 2018 má sjá vel búna starfsmenn sinna verkinu, en fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á asbesti. Til að mynda sprautaði slökkviliðið vatni á húsið á meðan niðurrifinu stóð. Ljóst er að þessi aðgerð var kostnaðarsöm. Tekist var á um kostnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu undir lok síðasta mánaðar. Eigandi hússins, sem bjó ekki í því þegar kviknaði í því, krafði VÍS um 14 milljóna króna greiðslu á þeim grundvelli að ósannað að asbest hafi verið í húsinu og að frádáttur tryggingafélagsins á þeim grundvelli að undirstöður og fráveitukerfi hússins hafi ekki skemmst ættu ekki rétt á sér. Vildi eigandinn meina að asbestið hafi verið fjarlægt á árum áður við endurbætur á húsinu, því hafi verið óþarfi að ráðast í hið kostnaðarsama og vandasama verk sem niðurrifið var. Kostnaður við það var 9,7 milljónir króna, sem tryggingafélagið dró frá greiðslu brunabóta. Starfsmenn sem komu að verkinu voru vel búnir enda var talið að gæta þyrfi fyllstu varúðar.vísir/mhh Taldi eigandinn að stór hluti kostnaðarins við förgunina hafi verið vegna hins meinta asbests. Ekkert hafi hins vegar verið gert til að sannreyna að asbest hafi raunverulega verið í húsinu. Því hafi einfaldlega verið slegið föstu. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert liggi fyrir um að tryggingafélagið hafi rætt við eigandinn eða leitað upplýsinga hjá honum um húsið, eða upplýst hann um fyrirhugað niðurrif. Þar kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlit svæðisins sem og verkfræðistofa sem vann að verkinu hafi dregið þá ályktun að asbest mætti finna í húsinu, án þess að neinn hafi gengið úr skugga um það. Tekist var á um hvort að asbest hafi verið í húsinu eða ekki.Vísir/Jói K Telur dómurinn því að vafi hafi leikið á því að asbest hafi verið í húsinu. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum 6,1 milljón króna vegna niðurrifsins. Um var að ræða þá fjárhæð sem tryggingafélagið hafði dregið frá vegna kostnaðar við niðurrifsins mínus 3,6 milljónur vegna þeirrar fjárhæðar sem dómurinn taldi eðlilegt að miða ætti við útreikning kostnaðar á niðurrifi. Þá þarf tryggingafélagið einnig að greiða eigandanum þrjár milljónir þar sem tryggingafélaginu hafi ekki tekist að sýna fram á að undirstöður hússins og fráveitukerfi þess væru nothæfar. Alls þarf VÍS því að greiða eigandanum 9,1 milljón króna, auk 1,7 milljóna sem renna til ríkissjóðs vegna málskostnaðar. Dómsmál Tryggingar Bruni á Kirkjuvegi Árborg Tengdar fréttir Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Tvennt lést í brunanum við Kirkjuveg á Selfossi árið 2018. Var Vigfús Ólason dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í húsinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í fréttum um niðurif hússins árið 2018 kom fram að það yrði umfangsmikið verk þar sem talið var að asbest væri í húsinu. Vaskur vinnuhópur um tuttugu manna sá um niðurrifið. Í frétt Vísis frá því í nóvember 2018 má sjá vel búna starfsmenn sinna verkinu, en fylgja þarf ströngum kröfum þegar farga á asbesti. Til að mynda sprautaði slökkviliðið vatni á húsið á meðan niðurrifinu stóð. Ljóst er að þessi aðgerð var kostnaðarsöm. Tekist var á um kostnaðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu undir lok síðasta mánaðar. Eigandi hússins, sem bjó ekki í því þegar kviknaði í því, krafði VÍS um 14 milljóna króna greiðslu á þeim grundvelli að ósannað að asbest hafi verið í húsinu og að frádáttur tryggingafélagsins á þeim grundvelli að undirstöður og fráveitukerfi hússins hafi ekki skemmst ættu ekki rétt á sér. Vildi eigandinn meina að asbestið hafi verið fjarlægt á árum áður við endurbætur á húsinu, því hafi verið óþarfi að ráðast í hið kostnaðarsama og vandasama verk sem niðurrifið var. Kostnaður við það var 9,7 milljónir króna, sem tryggingafélagið dró frá greiðslu brunabóta. Starfsmenn sem komu að verkinu voru vel búnir enda var talið að gæta þyrfi fyllstu varúðar.vísir/mhh Taldi eigandinn að stór hluti kostnaðarins við förgunina hafi verið vegna hins meinta asbests. Ekkert hafi hins vegar verið gert til að sannreyna að asbest hafi raunverulega verið í húsinu. Því hafi einfaldlega verið slegið föstu. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert liggi fyrir um að tryggingafélagið hafi rætt við eigandinn eða leitað upplýsinga hjá honum um húsið, eða upplýst hann um fyrirhugað niðurrif. Þar kemur einnig fram að heilbrigðiseftirlit svæðisins sem og verkfræðistofa sem vann að verkinu hafi dregið þá ályktun að asbest mætti finna í húsinu, án þess að neinn hafi gengið úr skugga um það. Tekist var á um hvort að asbest hafi verið í húsinu eða ekki.Vísir/Jói K Telur dómurinn því að vafi hafi leikið á því að asbest hafi verið í húsinu. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum 6,1 milljón króna vegna niðurrifsins. Um var að ræða þá fjárhæð sem tryggingafélagið hafði dregið frá vegna kostnaðar við niðurrifsins mínus 3,6 milljónur vegna þeirrar fjárhæðar sem dómurinn taldi eðlilegt að miða ætti við útreikning kostnaðar á niðurrifi. Þá þarf tryggingafélagið einnig að greiða eigandanum þrjár milljónir þar sem tryggingafélaginu hafi ekki tekist að sýna fram á að undirstöður hússins og fráveitukerfi þess væru nothæfar. Alls þarf VÍS því að greiða eigandanum 9,1 milljón króna, auk 1,7 milljóna sem renna til ríkissjóðs vegna málskostnaðar.
Dómsmál Tryggingar Bruni á Kirkjuvegi Árborg Tengdar fréttir Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38 Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Dýrt að farga húsinu vegna asbestsins Búist er við því að niðurrifi á húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi ljúki í dag. 15. nóvember 2018 14:38
Hvetja fólk til að halda sig frá rústunum við Kirkjuveg Veðurspá er óhagstæð og íbúar og vegfarendur eru hvattir til að halda sig frá nágrenni lóðarinnar. 2. nóvember 2018 16:48