Viðar Örn skoraði bæði í sigri | Arnór Ingvi skoraði þegar Norrköping henti frá sér unnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 19:31 Arnór Ingvi var á skotskónum í kvöld. Twitter@ifknorrkoping Íslendinglið Atromitos í Grikklandi vann 2-1 sigur á Giannina í úrvalsdeildinni þar í landi þökk sé tveimur mörkum frá Viðari Erni Kjartanssyni. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Norrköping í því sem virtist ætla að vera öruggur sigur á Mjallby, lokatölur hins vegar 2-2 þar á bæ. Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum. Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum.
Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira