Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 16:29 Íshellan í Grímsvötnum er að lækka. Vísir/RAX Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð. Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að mælingar gefi til kynna að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. Íshellan hefur sigið um tæpa þrjá metra á síðustu dögum. Líklegast er að hlaupið komi fram í Gígjukvísl á morgun og standi yfir í nokkra daga. Vatnsstaða Grímsvatna er lág og því á Veðurstofan von á litlu hlaupi, allt að fimm sinnum minna en síðasta hlaup sem varð í desember á síðasta ári. Mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hámarksrennsli hlaupsins verði 500 rúmmetrar á sekúndu. Í fyrra náði það tæplega þrjú þúsund rúmmetrum á sekúndu. Það hlaup hafði lítil sem engin áhrif á mannvirki. Auknar líkur á eldgosi Veðurstofan segir að dæmi sé um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs getur hleypt af stað gosum. Þannig var atburðarásin árin 2004, 1934 og 1922. Vísindamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands munu ásamt Veðurstofunni halda áfram að vakta Grímsvötn og birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarrásarinnar verður. Grímsvötn er virkasta megineldstöð Íslands. Algengt er að fimm til tíu ár líði á milli gosa en síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011. Fréttin hefur verið uppfærð.
Almannavarnir Grímsvötn Skaftárhreppur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira