„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2022 14:58 Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu til Porto í gær eftir æfingar í Algarve síðustu daga. Það var létt yfir henni þegar hún ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins. Stöð 2 Sport „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Íslenska liðið hefur æft í Portúgal síðustu daga en á morgun, klukkan 17 að íslenskum tíma, er komið að stóru stundinni þegar flautað verður til leiks á Estádio da Mata Real, sem staðsettur er í Pacos de Ferreira í nágrenni Porto. Eftir tapið grátlega gegn Hollandi í síðasta mánuði, þar sem jafntefli hefði komið Íslandi á HM, er leikurinn á morgun síðasti séns fyrir stelpurnar okkar. „Það væri ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði en spennustigið í hópnum er bara mjög gott. Það er engin að fara yfir um. Við erum bara ótrúlega spenntar að fara í þennan leik og við ætlum okkur á HM,“ segir Berglind en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Berglind í Porto fyrir úrslitaleikinn „Komu mér pínulítið á óvart“ Portúgalar, sem þurftu að slá út Belgíu til að komast í leikinn við Ísland, eru hins vegar verðugur andstæðingur: „Þær eru virkilega góðar. Mjög sóknarsinnaðar og fljótar. En við erum búin að finna leiðir að því hvernig við ætlum að gera þetta á morgun og munum tækla þetta. Þetta er „do or die“ leikur og þær voru ótrúlega góðar á móti Belgíu. Komu mér pínulítið á óvart, ef ég á að vera hreinskilin. Þetta verður virkilega erfiður leikur,“ segir Berglind. Berglind gekk í raðir risaliðs PSG í Frakklandi í sumar en hefur sáralítið spilað fyrir liðið. Hún segir að það komi þó ekki að sök, og að það geri sér gott að æfa á hverjum degi með leikmönnum úr allra fremstu röð. „Staðan á mér er fín. Þrátt fyrir að ég hafi ekki spilað mikið þá er ég á erfiðum æfingum og í mjög fínu standi. Það verður ekkert vesen. Við munum skora mörk á morgun og tryggja okkur á HM.“ Ísland og Portúgal mætast klukkan 17 á morgun, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Vinni Ísland í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM en vinni liðið í vítaspyrnukeppni er mögulegt að það þurfi að fara í aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Sjá meira
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00