Spinnur garn af rokki eins og landnámskonurnar gerðu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2022 20:05 Marianne Guckelsberger, sem býr í Hveragerði er mikill snillingur þegar kemur að vinnu við gamalt handverk, ekki síst ef það tengist íslensku ullinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna. Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira