Rútan sem átti að koma leikmönnum Bodö/Glimt á leikvanginn náði ekki að finna leiðina í gegnum þröngar göturnar í nágrenninu. Að lokum var því sú óvenjulega ákvörðun tekin að leikmenn myndu ganga síðasta spölinn, líkt og annað starfsfólk félagsins með sitt hafurtask.
Eins og sjá má á myndböndum sem Bodö/Glimt birti þá blönduðust leikmenn inn í hóp stuðningsmanna sem gekk í átt að vellinum.
Storklubben på tur pic.twitter.com/Amjnb4Ftgf
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) October 6, 2022
Þúsundir gulklæddra stuðningsmanna Bodö/Glimt settu sterkan svip á leikinn en þrátt fyrir þeirra frábæru frammistöðu varð Bodö að sætta sig við 3-0 tap.
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) October 6, 2022
Eddie Nketiah og Rob Holding komu Arsenal í 2-0 um miðjan fyrri hálfleik og Fábio Vieira bætti við þriðja markinu á 84. mínútu. Alfons var að vanda í byrjunarliði Bodö en var skipt út af undir lokin.