Instant leiddi LAVA til sigurs Snorri Rafn Hallsson skrifar 7. október 2022 14:01 Leikurinn fór fram í hinu sívinsæla Nuke. LAVA vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. Skammbyssulotan féll aftur á móti með Breiðabliki sem krækti einnig í næstu tvær lotur með WNKR fremstan í flokki. LAVA vann fjórðu lotuna með þrefaldri fellu frá Instant og jafnaði fljótlega í 3–3. Stórar fellur frá Lillehhh komu Breiðabliki aftur yfir í deiglulotu. LAVA var þó komið á gott ról og raðaði inn síðustu 8 lotunum í fyrri hálfleik. Vappinn gerði lítið fyrir Breiðablik en leikmenn LAVA, Instant, Spike og Stalz hittu virkilega vel til að vinna einvígin og skapa sér tækifæri. Staða í hálfleik: Breiðablik 4 – 11 LAVA LAVA var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í upphafi síðari hálfleiks og bæta 3 lotum í viðbót til að koma sér í stöðuna 14–4 með fjórfaldri fellu frá Instant. Breiðablik átti góðan sprett í vörninni í síðari hálfleik þar sem Lillehhh var allt í öllu, með ás minnkaði hann muninn í 14–7. LAVA hafði hins vegar of stórt forskot og þurfti ekki nema að hitta á réttar tímasetningar til að vinna leikinn. TripleG innsiglaði svo sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu. Lokastaða: Breiðablik 9 – 16 LAVA Með sigrinum hífði LAVA sig upp um eitt sæti á töflunni en þar sem Fylkir tapaði sínum leik færðist Breiðablik einnig upp um eitt sæti þrátt fyrir tapið. Næstu leikir liðanna: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Tengdar fréttir Tilþrifin: Furious tryggir Breiðablik sinn fyrsta sigur Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GOeftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það furious í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 30. september 2022 11:01 LiLLeehh: Kærastan fylgist með leikjum en botnar lítið í þeim Unnu 1. deildina í hálfgerðu gríni. 27. september 2022 13:31 Stalz kom sínum mönnum á blað Hvorki LAVA né TEN5ION höfðu unnið leik í deildinni þegar þau mættust í Nuke í gærkvöldi. 30. september 2022 14:00 TripleG: Frístundaleiðbeinandi með yfir 8.000 klukkustundir í CS:GO Gísli Geir byrjaði að spila Counter Strike: Global Offensive eftir að hann komst í tölvuna hjá eldri bróður sínum og á sérstakar lukkunærbuxur til að spila í. 13. september 2022 13:31
Leikurinn fór fram í hinu sívinsæla Nuke. LAVA vann hnífalotuna og byrjaði í vörn. Skammbyssulotan féll aftur á móti með Breiðabliki sem krækti einnig í næstu tvær lotur með WNKR fremstan í flokki. LAVA vann fjórðu lotuna með þrefaldri fellu frá Instant og jafnaði fljótlega í 3–3. Stórar fellur frá Lillehhh komu Breiðabliki aftur yfir í deiglulotu. LAVA var þó komið á gott ról og raðaði inn síðustu 8 lotunum í fyrri hálfleik. Vappinn gerði lítið fyrir Breiðablik en leikmenn LAVA, Instant, Spike og Stalz hittu virkilega vel til að vinna einvígin og skapa sér tækifæri. Staða í hálfleik: Breiðablik 4 – 11 LAVA LAVA var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í upphafi síðari hálfleiks og bæta 3 lotum í viðbót til að koma sér í stöðuna 14–4 með fjórfaldri fellu frá Instant. Breiðablik átti góðan sprett í vörninni í síðari hálfleik þar sem Lillehhh var allt í öllu, með ás minnkaði hann muninn í 14–7. LAVA hafði hins vegar of stórt forskot og þurfti ekki nema að hitta á réttar tímasetningar til að vinna leikinn. TripleG innsiglaði svo sigurinn einn á móti tveimur andstæðingum í 25. lotu. Lokastaða: Breiðablik 9 – 16 LAVA Með sigrinum hífði LAVA sig upp um eitt sæti á töflunni en þar sem Fylkir tapaði sínum leik færðist Breiðablik einnig upp um eitt sæti þrátt fyrir tapið. Næstu leikir liðanna: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. TEN5ION – Breiðablik, þriðjudaginn 11/10, klukkan 20:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Breiðablik Tengdar fréttir Tilþrifin: Furious tryggir Breiðablik sinn fyrsta sigur Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GOeftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það furious í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 30. september 2022 11:01 LiLLeehh: Kærastan fylgist með leikjum en botnar lítið í þeim Unnu 1. deildina í hálfgerðu gríni. 27. september 2022 13:31 Stalz kom sínum mönnum á blað Hvorki LAVA né TEN5ION höfðu unnið leik í deildinni þegar þau mættust í Nuke í gærkvöldi. 30. september 2022 14:00 TripleG: Frístundaleiðbeinandi með yfir 8.000 klukkustundir í CS:GO Gísli Geir byrjaði að spila Counter Strike: Global Offensive eftir að hann komst í tölvuna hjá eldri bróður sínum og á sérstakar lukkunærbuxur til að spila í. 13. september 2022 13:31
Tilþrifin: Furious tryggir Breiðablik sinn fyrsta sigur Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GOeftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það furious í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 30. september 2022 11:01
LiLLeehh: Kærastan fylgist með leikjum en botnar lítið í þeim Unnu 1. deildina í hálfgerðu gríni. 27. september 2022 13:31
Stalz kom sínum mönnum á blað Hvorki LAVA né TEN5ION höfðu unnið leik í deildinni þegar þau mættust í Nuke í gærkvöldi. 30. september 2022 14:00
TripleG: Frístundaleiðbeinandi með yfir 8.000 klukkustundir í CS:GO Gísli Geir byrjaði að spila Counter Strike: Global Offensive eftir að hann komst í tölvuna hjá eldri bróður sínum og á sérstakar lukkunærbuxur til að spila í. 13. september 2022 13:31
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn