Talsmenn LIV-mótaraðarinnar sögðu frá því í gær að mótaröðin hefði komist að samkomulagi við mið-austurlensku- og afrísku mótaröðina, MENA, sem myndi gera kylfingum á LIV kleift að safna stigum á heimslistann á mótum mótaraðarinnar.
Opinberi himslistinn í golfi (e. Official World Golf Ranking, OWGR) segist hins vegar ekki hafa fengið næg gögn frá mótaröðinni fyrir mótin sem hún heldur í október og því muni kylfingarnir ekki safna sér neinum stigum.
OWGR hefur staðfest að MENA-mótaröðin þurfi að endurskoða fyrirkomulag sitt til að kylfingar á LIV-mótaröðinni geti safnað sér stigum á heimslistanum. LIV-mótaröðin er ekki viðurkennd af OWGR eins og er og því eiga kylfingar á sádí-arabísku mótaröðinni í hættu á því að falla niður heimslistann og þar af leiðandi missa rétt sinn á að taka þátt á risamótum.
Þau tvö mót sem verða haldin á vegum LIV-mótaraðarinnar í október fara fram í Bangkok dagana 7.-9. október og í Jeddah viku síðar.