Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 36-27 | Eyjamenn áfram ósigraðir eftir stórsigur Einar Kárason skrifar 6. október 2022 17:15 Rúnar Kárason var frábær í liði ÍBV í kvöld. Vísir/Vilhelm Eyjamenn voru, ásamt Valsmönnum, eina taplausa lið Olís-deildar karla fyrir leik kvöldsins. Þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar og unnu sannfærandi níu marka sigur, 36-27. ÍBV var í öðru sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins en Stjarnan um miðja deild. Það var þó vitað að þetta yrði hörku einvígi í Vestmannaeyjum og voru það gestirnir sem hófu leikinn af krafti en eftir um tíu mínútna leik var staðan 4-7 fyrir Stjörnuna. Forskot Garðbæinga entist ekki lengi en fimm mínútum síðar var staðan orðin 8-8. Stjarnan hélt þó áfram að leiða leikinn, ýmist með einu eða tveimur mörkum, allt þar til skammt var til hálfleiks þegar ÍBV jafnaði leikinn 13-13 og komust yfir í næstu sókn. Eyjamenn náðu sömuleiðis þriggja marka forskoti í stöðunni 17-14 á lokamínútu fyrri hálfleiks áður en Stjarnan bætti við einu stuttu fyrir hálfleiksbjölluna. ÍBV hóf síðari hálfleikinn virkilega vel og juku forskot sitt jafnt og örugglega, en gestirnir áttu í erfiðleikum með að brjóta niður sterka vörn heimamanna. Markvarslan hafði í upphafi leiks verið betri Stjörnumegin en fór í gang hjá heimaliðinu undir lok fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum. ÍBV virtist ætla að stinga af um miðjan hálfleikinn en þegar stundarfjórðungur var eftir var staðan 27-21 og tíu mínútum síðar 32-24. Leikurinn svo gott sem búinn. Bæði lið komu boltanum í netið af vild undir lokin og enduðu leikar 36-27 og ÍBV enn ósigrað eftir fimm leiki. Af hverju vann ÍBV? Vörn og markvarsla var til fyrirmyndar í síðari hálfleik og í bland við góðan sóknarleik gerði sigurinn sannfærandi. ÍBV nýtti bekkinn vel og stóðu ferskir fætur vaktina í sextíu mínútur. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason sýndi hversu megnugur hann er og skoraði átta mörk en næstur honum var Arnór Viðarsson, sem er að stíga upp úr meiðslum, með sjö. Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðarson mynduðu ógnarsterkt varnarpar ásamt því að Petar Jokanovic stóð vaktina í markinu af prýði, með sextán varða bolta. Í liði gestanna var Hjálmtýr Alfreðsson frábær með níu mörk úr níu skotum. Honum næstur var Björgvin Hólmgeirsson með sex. Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik gestanna ásamt því að markvarslan varð engin. Menn eins og Hergeir Grímsson náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í dag en hann var með núll mörk úr fjórum tilraunum. Hvað gerist næst? Næst er það landsleikjahlé en að því loknu mæta Eyjamenn Aftureldingu í Mosfellsbæ laugardaginn 22.október en þann sama dag fá Stjörnumenn Hörð frá Ísafirði heim í Garðabæinn. Erlingur: Það er æfing hálf eitt á morgun Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét ,,Mér líður mjög vel," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV. ,,Virkilega gaman að sjá hvernig varnarleikurinn virkaði með Róberti og Ísaki saman. Við þurftum að hafa fyrir því að komast yfir og það má ekki gleyma því að það vantar lykilmenn í þetta Stjörnulið og það telur að einhverju leiti. Ég var ánægður með að þegar við komumst yfir þá náum við að halda því sem eftir lifði leiks." Lykilmenn snúa aftur ,,Við sjáum Arnór í dag. Hann var frábær. Við erum að fá menn inn og Róbert kom inn í dag, tilbúinn og klár. Það gekk svo sem allt upp. Við náum að nýta breiddina og vorum yfirleitt alltaf með ferska fætur inn á og skipulagið í leiknum hélt hjá okkur. Við gátum leikið okkar leik eins og við vildum. Þeir missa kannski svolítið trúnna sjö mörkum undir og tíu mínútur eftir." Ósigraðir Erlingur er bjartsýnn en raunsær á framhaldið. ,,Við þurfum að halda áfram, það er engin spurning. Við sjáum eftir þessa fyrstu lotu hvað þarf að skoða. Hvað er að ganga upp og ekki. Reyna að nýta tímann vel. Það er æfing hálf eitt á morgun og við höldum bara áfram." Patrekur: Veit hvað býr í þessu liði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Mynd/Arnþór Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var ánægður með sitt lið í upphafi leiks, áður en fór að súrna. ,,Fyrstu tuttugu erum við þannig séð að leiða. ÍBV er aldrei langt undan og keyrðu vel á okkur. Við vorum ekki nægilega góðir að stoppa þessar árásir, einn á einn. Þeir eru með góða menn eins og við vissum, Rúnar og Arnór sérstaklega, ásamt því að Elmar (Erlingsson) tætir vörnina. Samt sem áður eftir tuttugu mínútur er þetta eðlilegur leikur. Síðustu mínúturnar í fyrri og seinni hálfleikurinn allan erum við linir og þeir miklu betri." ,,Við vorum í mótlæti. Það er ekkert mál að spila handbolta þegar allt gengur upp en þegar það kemur hik á liðið, smá erfiðleikar, þá þurfa menn að vera sterkari. Eins og er, því miður hjá okkur, getum við spilað virkilega góðan handbolta en þegar við verðum lélegir þá verðum við alveg svaðalega lélegir. Það gerist í dag og er það sem ég er óánægður með." (Ó)stöðugleiki ,,Maður getur alltaf tapað leikjum, en með fullri virðingu fyrir ÍBV, þá á maður ekki að láta menn labba í gegn. Rölta. Þetta var slappt og það er ég svekktur með. Ég er greinilega ekki kominn með þá lengra en við náum hörkugóðum handbolta á móti Haukum og FH. Inn á milli, eins og gegn Gróttu, Fram og nú í seinni hálfleik, verður þetta mjög lélegt. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og ég hef engar áhyggjur af því að við gerum það ekki. Eyjamenn voru sterkari en við, einn á einn. Þeir spila ekki flókið en þeir eru agaðir. " ,,Maður reynir að vera jákvæður en það er oft erfitt eftir svona leiki að koma í viðtöl, en ég veit hvað býr í þessu liði. Ég þarf að fá mína menn í gang þar sem hæfileikarnir eru til staðar. En það er ekki nóg að segja það, við þurfum að sýna það á gólfinu, líka þegar það er stress í leikjum. Við höfum náð því stundum en þurfum einfaldlega að gera betur. Ég tek ekkert af ÍBV, þeir voru góðir í dag," sagði Patrekur. Olís-deild karla ÍBV Stjarnan
Eyjamenn voru, ásamt Valsmönnum, eina taplausa lið Olís-deildar karla fyrir leik kvöldsins. Þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar og unnu sannfærandi níu marka sigur, 36-27. ÍBV var í öðru sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins en Stjarnan um miðja deild. Það var þó vitað að þetta yrði hörku einvígi í Vestmannaeyjum og voru það gestirnir sem hófu leikinn af krafti en eftir um tíu mínútna leik var staðan 4-7 fyrir Stjörnuna. Forskot Garðbæinga entist ekki lengi en fimm mínútum síðar var staðan orðin 8-8. Stjarnan hélt þó áfram að leiða leikinn, ýmist með einu eða tveimur mörkum, allt þar til skammt var til hálfleiks þegar ÍBV jafnaði leikinn 13-13 og komust yfir í næstu sókn. Eyjamenn náðu sömuleiðis þriggja marka forskoti í stöðunni 17-14 á lokamínútu fyrri hálfleiks áður en Stjarnan bætti við einu stuttu fyrir hálfleiksbjölluna. ÍBV hóf síðari hálfleikinn virkilega vel og juku forskot sitt jafnt og örugglega, en gestirnir áttu í erfiðleikum með að brjóta niður sterka vörn heimamanna. Markvarslan hafði í upphafi leiks verið betri Stjörnumegin en fór í gang hjá heimaliðinu undir lok fyrri hálfleiks og í síðari hálfleiknum. ÍBV virtist ætla að stinga af um miðjan hálfleikinn en þegar stundarfjórðungur var eftir var staðan 27-21 og tíu mínútum síðar 32-24. Leikurinn svo gott sem búinn. Bæði lið komu boltanum í netið af vild undir lokin og enduðu leikar 36-27 og ÍBV enn ósigrað eftir fimm leiki. Af hverju vann ÍBV? Vörn og markvarsla var til fyrirmyndar í síðari hálfleik og í bland við góðan sóknarleik gerði sigurinn sannfærandi. ÍBV nýtti bekkinn vel og stóðu ferskir fætur vaktina í sextíu mínútur. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason sýndi hversu megnugur hann er og skoraði átta mörk en næstur honum var Arnór Viðarsson, sem er að stíga upp úr meiðslum, með sjö. Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðarson mynduðu ógnarsterkt varnarpar ásamt því að Petar Jokanovic stóð vaktina í markinu af prýði, með sextán varða bolta. Í liði gestanna var Hjálmtýr Alfreðsson frábær með níu mörk úr níu skotum. Honum næstur var Björgvin Hólmgeirsson með sex. Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik gestanna ásamt því að markvarslan varð engin. Menn eins og Hergeir Grímsson náðu ekki að sýna sitt rétta andlit í dag en hann var með núll mörk úr fjórum tilraunum. Hvað gerist næst? Næst er það landsleikjahlé en að því loknu mæta Eyjamenn Aftureldingu í Mosfellsbæ laugardaginn 22.október en þann sama dag fá Stjörnumenn Hörð frá Ísafirði heim í Garðabæinn. Erlingur: Það er æfing hálf eitt á morgun Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV.Vísir/Hulda Margrét ,,Mér líður mjög vel," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV. ,,Virkilega gaman að sjá hvernig varnarleikurinn virkaði með Róberti og Ísaki saman. Við þurftum að hafa fyrir því að komast yfir og það má ekki gleyma því að það vantar lykilmenn í þetta Stjörnulið og það telur að einhverju leiti. Ég var ánægður með að þegar við komumst yfir þá náum við að halda því sem eftir lifði leiks." Lykilmenn snúa aftur ,,Við sjáum Arnór í dag. Hann var frábær. Við erum að fá menn inn og Róbert kom inn í dag, tilbúinn og klár. Það gekk svo sem allt upp. Við náum að nýta breiddina og vorum yfirleitt alltaf með ferska fætur inn á og skipulagið í leiknum hélt hjá okkur. Við gátum leikið okkar leik eins og við vildum. Þeir missa kannski svolítið trúnna sjö mörkum undir og tíu mínútur eftir." Ósigraðir Erlingur er bjartsýnn en raunsær á framhaldið. ,,Við þurfum að halda áfram, það er engin spurning. Við sjáum eftir þessa fyrstu lotu hvað þarf að skoða. Hvað er að ganga upp og ekki. Reyna að nýta tímann vel. Það er æfing hálf eitt á morgun og við höldum bara áfram." Patrekur: Veit hvað býr í þessu liði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.Mynd/Arnþór Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var ánægður með sitt lið í upphafi leiks, áður en fór að súrna. ,,Fyrstu tuttugu erum við þannig séð að leiða. ÍBV er aldrei langt undan og keyrðu vel á okkur. Við vorum ekki nægilega góðir að stoppa þessar árásir, einn á einn. Þeir eru með góða menn eins og við vissum, Rúnar og Arnór sérstaklega, ásamt því að Elmar (Erlingsson) tætir vörnina. Samt sem áður eftir tuttugu mínútur er þetta eðlilegur leikur. Síðustu mínúturnar í fyrri og seinni hálfleikurinn allan erum við linir og þeir miklu betri." ,,Við vorum í mótlæti. Það er ekkert mál að spila handbolta þegar allt gengur upp en þegar það kemur hik á liðið, smá erfiðleikar, þá þurfa menn að vera sterkari. Eins og er, því miður hjá okkur, getum við spilað virkilega góðan handbolta en þegar við verðum lélegir þá verðum við alveg svaðalega lélegir. Það gerist í dag og er það sem ég er óánægður með." (Ó)stöðugleiki ,,Maður getur alltaf tapað leikjum, en með fullri virðingu fyrir ÍBV, þá á maður ekki að láta menn labba í gegn. Rölta. Þetta var slappt og það er ég svekktur með. Ég er greinilega ekki kominn með þá lengra en við náum hörkugóðum handbolta á móti Haukum og FH. Inn á milli, eins og gegn Gróttu, Fram og nú í seinni hálfleik, verður þetta mjög lélegt. Það er eitthvað sem við þurfum að laga og ég hef engar áhyggjur af því að við gerum það ekki. Eyjamenn voru sterkari en við, einn á einn. Þeir spila ekki flókið en þeir eru agaðir. " ,,Maður reynir að vera jákvæður en það er oft erfitt eftir svona leiki að koma í viðtöl, en ég veit hvað býr í þessu liði. Ég þarf að fá mína menn í gang þar sem hæfileikarnir eru til staðar. En það er ekki nóg að segja það, við þurfum að sýna það á gólfinu, líka þegar það er stress í leikjum. Við höfum náð því stundum en þurfum einfaldlega að gera betur. Ég tek ekkert af ÍBV, þeir voru góðir í dag," sagði Patrekur.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti