Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. október 2022 13:59 Áætlað er að framkvæmdum ljúki í desember. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Að því er kemur fram á vef Reykjavíkurborgar er verkefnið að byrja í framkvæmd en til stendur að því ljúki í byrjun desember. Frumathugun fór af stað í lok síðasta árs og í febrúar var hafist handa við hönnun og áætlanagerð sem síðan lauk í maí. Smáhýsin eru hluti hugmyndafræði velferðarsviðs sem er kölluð „húsnæði fyrst“ og er hugsuð til að hjálpa fólki sem hefur verið heimilislaust og hefur miklar þjónustuþarfir. Smáhúsin verða á grasflötinni við Engjaveg. Vísir/Vilhelm Íbúar hafa orðið varir við framkvæmdir á svæðinu en einn íbúi vekur athygli á málinu á hverfasíðu Langholtshverfis á Facebook. Er það gagnrýnt að aldrei hafi verið kynning á verkefninu frá Reykjavíkurborg líkt og íbúar hafi óskað eftir. Þá hafi svæðið geta nýst fyrir uppbyggingu skóla og leikskólastarfs í hverfinu. Íbúum gefist kostur að koma athugasemdum á framfæri „Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart að þarna rísi hús,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, en hún segir það hafa staðið til árum saman að koma smáhýsum fyrir í Laugardalnum. Þá segir hún að samráð hafi verið haft við íbúa. „Þetta var auglýst eins og aðrar breytingar og fólki gefið kostur á að koma á framfæri athugasemdum og þeim var svarað,“ segir Heiða. Síðast voru umrædd hús í umræðunni í október í fyrra þegar þáverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn áformum meirihlutans og sögðu að Laugardalurinn ætti að „fá að vera í friði fyrir íbúðaáformum. Heiða segist skilja að skiptar skoðanir séu á húsunum en ítrekar að hlustað hafi verið á allar raddir og sjónarmið áður en ákvörðunin var tekin. Til stendur að koma fleiri smáhúsum fyrir víðs vegar í Reykjavík og hafa nokkur þegar risið. „Við ætlum að koma öllum þessum húsum fyrir og vonumst til þess að Reykvíkingar séu tilbúnir til að standa með okkur í þessu verkefni, að allir eigi húsnæði,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira