Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. október 2022 10:09 Pavel endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með Val í vor. Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. Pavel steig sín fyrstu skref í körfuboltanum í Borgarnesi en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍA árið 1998, þá aðeins 11 ára gamall. Hann lék svo með Skallagrími 2001 til 2002 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann lék með Vichy í Frakklandi 2003 til 2004 en lék í kjölfarið fyrir fimm mismunandi lið á Spáni frá 2004 til 2010. Árið 2010 kom hann heim í KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu vorið 2011. Hann fór þá til Svíðþjóðar og lék með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins frá 2011 til 2013 áður en hann kom aftur heim. Eintak af nýprentuðu Skessuhorni barst til Brussel í morgun. Þar má finna hugljúfa ástarjátningu til æskuslóðanna í Borgarnesi. Þetta er það Borgarnes sem ég minnist. Pavel Ermolinski er hættur. En körfurnar hanga enn uppi í bílskúrum Borgnesinga. Farvel eina geit @pavelino15 pic.twitter.com/8zwLv1jnq4— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) October 5, 2022 Hann lék með KR á gullaldarskeiði félagsins og vann sex Íslandsmeistaratitla með liðinu frá 2014 til 2019, auk þess að vinna tvo bikartitla. Hann lauk ferlinum með Val hvar hann lék frá 2019 þar til í vor en lauk ferlinum á því að vinna sinn áttunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum, þegar Valur varð Íslandsmeistari í vor. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011 og 2015 og lék með íslenska landsliðinu frá 2004 og fór með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017. „Endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar“ Pavel ritaði grein í Skessuhorni til að greina frá ákvörðun sinni þar sem hann segir mótunarár sín í Borgarnesi hafa reynst sér dýrmæt. „Nú er komið að því að ég hef ákveðið að segja skilið við þessa íþrótt sem leikmaður. Ég hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina en hann brosti alltaf þegar ég kom skömmustulegur til að biðja hann afsökunar. Hann tók bara utan um mig og bauð mér upp á endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar,“ segir Pavel í grein sinni í Skessuhorni. „Á þessum tímamótum verð ég enn meðvitaðri um að síðustu tveir áratugir hefðu farið á allt annað veg ef ekki hefði verið fyrir Borgarnes og mótttökurnar sem ég fékk þar, þá 5 ára gamall. Takk Borgarnes,“ segir Pavel að endingu. Subway-deild karla Valur Borgarbyggð Reykjavík Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Pavel steig sín fyrstu skref í körfuboltanum í Borgarnesi en spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með ÍA árið 1998, þá aðeins 11 ára gamall. Hann lék svo með Skallagrími 2001 til 2002 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hann lék með Vichy í Frakklandi 2003 til 2004 en lék í kjölfarið fyrir fimm mismunandi lið á Spáni frá 2004 til 2010. Árið 2010 kom hann heim í KR og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu vorið 2011. Hann fór þá til Svíðþjóðar og lék með Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins frá 2011 til 2013 áður en hann kom aftur heim. Eintak af nýprentuðu Skessuhorni barst til Brussel í morgun. Þar má finna hugljúfa ástarjátningu til æskuslóðanna í Borgarnesi. Þetta er það Borgarnes sem ég minnist. Pavel Ermolinski er hættur. En körfurnar hanga enn uppi í bílskúrum Borgnesinga. Farvel eina geit @pavelino15 pic.twitter.com/8zwLv1jnq4— Guðmundur Björn (@gudmundurbjorn) October 5, 2022 Hann lék með KR á gullaldarskeiði félagsins og vann sex Íslandsmeistaratitla með liðinu frá 2014 til 2019, auk þess að vinna tvo bikartitla. Hann lauk ferlinum með Val hvar hann lék frá 2019 þar til í vor en lauk ferlinum á því að vinna sinn áttunda Íslandsmeistaratitil á ferlinum, þegar Valur varð Íslandsmeistari í vor. Hann var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins 2011 og 2015 og lék með íslenska landsliðinu frá 2004 og fór með liðinu á EuroBasket 2015 og 2017. „Endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar“ Pavel ritaði grein í Skessuhorni til að greina frá ákvörðun sinni þar sem hann segir mótunarár sín í Borgarnesi hafa reynst sér dýrmæt. „Nú er komið að því að ég hef ákveðið að segja skilið við þessa íþrótt sem leikmaður. Ég hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina en hann brosti alltaf þegar ég kom skömmustulegur til að biðja hann afsökunar. Hann tók bara utan um mig og bauð mér upp á endalaus tækifæri til þess að búa til frábærar minningar,“ segir Pavel í grein sinni í Skessuhorni. „Á þessum tímamótum verð ég enn meðvitaðri um að síðustu tveir áratugir hefðu farið á allt annað veg ef ekki hefði verið fyrir Borgarnes og mótttökurnar sem ég fékk þar, þá 5 ára gamall. Takk Borgarnes,“ segir Pavel að endingu.
Subway-deild karla Valur Borgarbyggð Reykjavík Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira