Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 19:05 Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fimmta mark Bayern. Adam Pretty/Getty Images Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira
Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjáðu dauðafæri Orra og mörk Man. Utd og Real Sociedad Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Mourinho þóttist sofna á miðjum blaðamannafundi Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Neuer meiddist við að fagna marki „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sjá meira