Segja skráningu lyfja skilvirkustu lausnina við lyfjaskorti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. október 2022 16:30 Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis. Aðsent/Aldís Pálsdóttir Parlogis, stór dreifingaraðili lyfja á Íslandi, segir rangt að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. Það sé ekki í samræmi við upplýsingar sem Parlogis hafi gefið til Lyfjastofnunar vegna skýrslunnar. Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér. Lyf Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Skýrsla frá starfshópi um neyðarbirgðir á Íslandi kom út í lok síðasta mánaðar. Í skýrslunni eru hinir ýmsu vankantar á birgðastöðu lyfja, eldsneytis og annarra nauðsynja í mögulegu hættuástandi reifaðir. Þar kemur fram að birgðastaða heildsala lyfja sé almennt innan við mánuður. „Lyfjabirgjar/lyfjaheildsalar eru á hverjum tíma með innan við mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum þ.e. lyf sem samningur er um við heilbrigðisstofnanir,“ segir í skýrslunni. Parlogis segir endingartíma almennra lyfja sem fyrirtækið birgðarstýri vera tvo og hálfan mánuð ekki innan við mánuð eins og skýrslan segi. Í augum fyrirtækisins sé lyfjaskortur alþjóðlegt vandamál sem geti átt sér hinar ýmsu skýringar. Þær algengustu séu alþjóðlegur skortur þar sem lyf séu ekki fáanleg á markaðssvæði Íslands, hitastigsfrávik í flutningum sem valdi því að lyfin séu ónothæf, mistök verði stundum í birgðastýringu en það sé sjaldgæft að það valdi lyfjaskorti og að lokum að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar. Fyrirtækið segir meiri líkur vera á lyfjaskorti hérlendis vegna þess að lítill fjöldi skráðra lyfja sé til staðar, myndist skortur á einu lyfi sé mikilvægt að hægt sé að nota lyf með sambærilega virkni í staðinn. „Meginforsenda þess að hægt sé að tryggja aðgengi að lyfjum er sú að lyfin séu skráð og markaðssett. Á Íslandi er staðan bagaleg hvað fjölda skráðra lyfja varðar en hér eru um 3.300 skráð vörunúmer samanborið við 9-14 þúsund í nágrannalöndunum. Íslensk markaðsfyrirtæki vinna stöðugt að því að markaðssetja og skrá fleiri lyf en því miður er Ísland ekki ofarlega í forgangsröðun erlendra lyfjaframleiðenda,“ segir í tilkynningunni. Skilvirkustu leiðina við lyfjaskortinum segir Parlogis vera að fjölga skráðum lyfjum á íslenskum markaði. Skýrslu starfshópsins um neyðarbirgðir má lesa hér.
Lyf Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira