Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2022 20:54 Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hafði ekki tjáð sig um mótmæli undanfarinna vikna fyrr en í dag. AP/skrifstofa æðsta leiðtoga Írans Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. Mannréttindasamtök áætla að á annað hundrað manns hafi látist í mótmælum víða um Íran í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að fylgja ekki ströngum reglum um slæðunotkun kvenna 13. september. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í dag. Kallaði hann þau „óeirðir“ og sakaði erkióvini Írans og bandamenn þeirra um að „hanna“ þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hvatti leiðtoginn lögreglu til að búa sig undir frekari mótmæli. Konur hafa verið fremstar í flokki í mótmælunum. Margar þeirra hafa tekið af sér höfuðslæður eða brennt þær og kyrjað slagorð um „dauða einræðisherrans“ Khamenei. Mótmælin eru sögð ein mesta ógn við klerkastjórnina í fleiri ár. Í ræðu við útskrift lögreglu- og hermanna sagði æðsti leiðtoginn að dauði Amini hefði „brotið hjörtu okkar“. „En það sem er ekki eðlilegt er að sumt fólk hefur, án sannana eða rannsóknar, gert göturnar hættulegar, brennt Kóraninn, fjarlægt höfuðslæður af huldum konum og kveikt í moskum og bílum,“ sagði Khamenei. Bandaríkin og Ísrael stæðu að uppþotunum vegna þess að ríkin þyldu ekki hversu sterkt Íran væri að verða á öllum sviðum. Íran Bandaríkin Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28 Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Mannréttindasamtök áætla að á annað hundrað manns hafi látist í mótmælum víða um Íran í kjölfar þess að Mahsa Amini, 22 ára gömul kona, lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að fylgja ekki ströngum reglum um slæðunotkun kvenna 13. september. Khamenei tjáði sig í fyrsta skipti um mótmælin í dag. Kallaði hann þau „óeirðir“ og sakaði erkióvini Írans og bandamenn þeirra um að „hanna“ þau, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hvatti leiðtoginn lögreglu til að búa sig undir frekari mótmæli. Konur hafa verið fremstar í flokki í mótmælunum. Margar þeirra hafa tekið af sér höfuðslæður eða brennt þær og kyrjað slagorð um „dauða einræðisherrans“ Khamenei. Mótmælin eru sögð ein mesta ógn við klerkastjórnina í fleiri ár. Í ræðu við útskrift lögreglu- og hermanna sagði æðsti leiðtoginn að dauði Amini hefði „brotið hjörtu okkar“. „En það sem er ekki eðlilegt er að sumt fólk hefur, án sannana eða rannsóknar, gert göturnar hættulegar, brennt Kóraninn, fjarlægt höfuðslæður af huldum konum og kveikt í moskum og bílum,“ sagði Khamenei. Bandaríkin og Ísrael stæðu að uppþotunum vegna þess að ríkin þyldu ekki hversu sterkt Íran væri að verða á öllum sviðum.
Íran Bandaríkin Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28 Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Skotið á stúdenta og setið um háskóla Íranskar óeirðasveitir hafa setið um háskólann Sharif í Tehran, höfuðborg Írans og skotið þar á háskólanema. Ekkert lát er á kröftugum mótmælum sem hafa sprottið á götum borga í Íran, síðan 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu fyrir að hafa höfuðklút sinn ekki nægilega þéttan á höfði sínu. 2. október 2022 22:28
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20