Leikur upp á líf og dauða milli Cooper og Rodgers Atli Arason skrifar 3. október 2022 17:45 Steve Cooper, knattspyrnustjóri Nottingham Forest og Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City. Samsettt/Getty Images Seinna í kvöld fer fram leikur Leicester City og Nottingham Forest, viðureign sem breskir miðlar fullyrða að verði sá síðasti hjá knattspyrnustjóra annars hvors liðs. Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fara svo langt að nefna viðureignina ‘El Sackio‘ sem mætti lauslega þýða sem „Sá sem mun taka poka sinn.“ Er þetta ekki í fyrsta skipti sem viðureign tveggja knattspyrnustjóra fær þetta viðurnefni í breskum fjölmiðlum en leikur Manchester United og Tottenham í október 2021 fékk sama viðurnefni. Þá var Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchester United og Nuno Espirito Santo var knattspyrnustjóri Tottenham. United vann 3-0 og Santo missti starfið sitt í kjölfarið. Eftir jafntefli gegn Brentford í fyrstu umferð hefur Leicester City tapað síðustu sex leikjum í röð sem gerir að verkum að liðið er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig. Leicester hefur ekki byrjað leiktímabil í efstu deild jafn illa frá árinu 1983 og pressan er því mikill á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Leicester. Aiyawatt Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, hefur boðað komu sína á leikinn í kvöld en það verður í fyrsta skipti síðan í ágúst að Srivaddhanaprabha mætir á leikvöllinn. Einhverjir telja viðveru Srivaddhanaprabha þýða að Rodgers fái sparkið í leikslok ef illa fer. Steve Cooper er knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Þrátt fyrir að Cooper tók við Forest er liðið var í botnsæti næst efstu deildar fyrir rúmlega ári síðan og tókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina eftir 23 ára fjarveru, þá hefur sæti Cooper hitnað gífurlega það sem af er á þessu leiktímabili. Nottingham Forest eyddi u.þ.b. 150 milljónum punda í sumar í 22 nýja leikmenn og stefnan var sett á að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Liðið er hins vegar í 19. og næst neðsta sæti með fjögur stig eftir sjö umferðir, sem þykir ekki ásættanlegur árangur. Sigur í kvöld myndi þó lyfta Forest upp úr fallsæti. Í þokkabót er viðureign Leicester og Forest nágrannaslagur sem hvorugt lið má tapa í almennu árferð. Það eru ekki nema tæpir 40 km á milli Leicester og Nottingham sem eykur enn meira á mikilvægi leiksins í kvöld sem hefst á slaginu 19.00.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira