Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2022 12:50 Enginn hafði séð Dream áður en hann birti myndbandið í gær. Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær. Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022 Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022
Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira