Einn þekktasti tölvuleikjaspilari heims sýndi loks andlit sitt Bjarki Sigurðsson skrifar 3. október 2022 12:50 Enginn hafði séð Dream áður en hann birti myndbandið í gær. Tölvuleikjaspilarinn Dream er best þekktur fyrir Minecraft-myndbönd sín á YouTube en hann er af mörgum talinn einn sá besti í leiknum í heiminum. Hann hafði aldrei sýnt andlit sitt þar til í gær. Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022 Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Dream er með yfir þrjátíu milljónir áskrifenda á YouTube og er sjöundi vinsælasti tölvuleikjaspilarinn á síðunni. Í heildina hefur hann fengið 2,7 milljarða áhorfa á myndbönd sín. Hann hafði lítinn áhuga á að gera andlit sitt opinbert en margir hafa í gegnum tíðina reynt að komast að því hver maðurinn á bak við YouTube-síðuna væri. Dream sá þó sjálfur um það í gær þegar hann sýndi andlit sitt í fyrsta skiptið. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að gera það núna er sú að vinur hans, sem hafði aldrei séð hann áður, var að flytja til hans til Bandaríkjanna frá Bretlandi. Með honum vill hann gera myndbönd í eigin persónu en hingað til hefur Dream einungis gert tölvuleikjamyndbönd. Til þess að byggja upp spennu fyrir því að hann væri að fara að sýna andlit sitt fékk hann vini sína til að birta myndbönd af sér að sjá hann í fyrsta sinn. Marga hafði hann þekkt og talað við á hverjum einasta degi í mörg ár en enginn vissi hvernig hann liti út. #dreamfacereveal it happened pic.twitter.com/vreRiohz57— Addison Rae (@whoisaddison) October 2, 2022
Leikjavísir Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira