Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði gestanna en Ísak Bergmann Jóhannesson, Orri Steinn Óskarsson og Hákon Arnar Haraldsson hófu leik á varamannabekk FCK.
Hákoni var skipt inná eftir 39 mínútna leik þegar hann kom inná fyrir Rasmus Falk.
Á 81.mínútu lagði Hákon Arnar upp mark fyrir Lukas Lerager sem reyndist eina mark leiksins en nokkrum augnablikum áður hafði Mikael verið skipt af velli hjá AGF.
Ísak Bergmann kom inná á 89.mínútu en lék þó rúmar tíu mínútur þar sem 10 mínútum var bætt við leikinn sem lauk með 1-0 sigri FCK.
Á sama tíma í Svíþjóð var Aron Bjarnason í byrjunarliði Sirius sem gerði 1-1 jafntefli við AIK. Óli Valur Ómarsson lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Sirius.