„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“ Snorri Másson skrifar 1. október 2022 12:01 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá ráðningu Hörpu. Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki. Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals." Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Skipun Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar hefur verið gagnrýnd að undanförnu einkum vegna þess að staðan var ekki auglýst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að það sem skýri gremjuna innan safnageirans með skipun þjóðminjavarðar nú sé sá langi tími sem þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Sá síðasti sat í tuttugu ár, sá sem var þar á undan í 32 ár og sá fyrsti sat í fjörutíu ár. „Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi. Það hefðum við átt að meta betur og í hjartans einlægni.“ Heldurðu að óánægjan með skipanina hefði ekki komið fram ef ekki hefði verið fyrir ákveðinn skipunartíma? „Já ég tel að svo hefði verið. Þá hefði þetta verið öðruvísi. Þarna var uppsöfnuð þörf.“ Eins og lögin eru núna gæti Harpa Þórsdóttir því setið áratugum saman. En nú á að skipa nefnd sem endurskoðar þær reglur. Tíu ár gæti orðið niðurstaðan, eins og er með sambærilegar stöður á öðrum söfnum. Tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni Skúli Eggert Þórðarson er ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytisins.Stjórnarráðið Upphaflega segir Lilja að auglýsing fyrir stöðuna hafi verið undirbúin í ráðuneytinu, en svo hafi tillaga frá Skúla Eggerti Þórðarsyni ráðuneytisstjóra breytt stöðunni. „Þetta var tillaga sem barst héðan úr ráðuneytinu um að flytja Hörpu Þórsdóttur í stöðu þjóðminjavarðar og nýta þessa heimild og í ljósi þess hversu farsæl hún hefur verið, féllst ég á þá tillögu sem kom frá ráðuneytisstjóra eftir vinnu sem átti sér stað hérna í ráðuneytinu,“ segir Lilja. Það kemur ekki til greina að draga skipunina til baka að sögn Lilju, sem segir það ekki umdeilt innan ríkisstjórnarinnar að þessi háttur hafi verið hafður á. „Nei. Það er alger eining þar,“ segir Lilja. Um ráðningu Hörpu? „Það er eining um að nýta þessa heimild. En þetta hefur ekki komið til tals."
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32 Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Frumvarp og fyrirspurnahrina vegna stöðuveitinga án auglýsingar „Ég hef áhyggjur af þeim stjórnarháttum sem ríkisstjórnin er að festa í sessi þegar kemur að opinberum stöðuveitingum, þar sem ítrekað er skipað í æðstu embætti án auglýsingar og jafnvel á mjög hæpnum lagagrundvelli,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem hefur lagt fram skriflegar fyrirspurnir til fjögurra ráðherra um stöðuveitingar án auglýsingar. 28. september 2022 21:32
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54