Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft Hjörvar Ólafsson skrifar 1. október 2022 15:52 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum að leik loknum. Vísir/Diego Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð. Selfoss endaði hins vegar tímabilið vel en liðið var taplaust í síðustu sex leikjum sínum í deildinni, hafði betur í fjórum og gerði tvö jafntefli. Niðurstaðan fimmta sæti deildarinnar með 29 stig á fyrstu leiktíð Björns Sigurbjörnssonar við stjórnvölinn hjá liðinu. Bæði lið fengu fín færi til þess að komast yfir í fyrri hálfleik en Elín Metta Jensen fékk klárlega það besta. Elín Metta slapp þá ein í gegnum vörn Selfoss, setti boltann framhjá Tiffany Sornpao en hársbreidd framhjá stönginni einnig. Elín Metta Jensen fékk nokkur góð færi til þess að skora fyrir Val í leiknum í dag. Vísir/Diego Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfossi verðskuldað yfir í upphafi seinni hálfleiks. Fanney Inga Birkisdóttir, sem stóð vaktina í marki Vals, sló þá hornspyrnu Miröndu Nild ekki nógu langt frá og Unnur Dóra setti boltann í netið af stuttu færi. Lára Kristín Pedersen sá hins vegar til þess að sigurhátíðin yrði ekki súr þegar hún jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik. Lára Kristín lét þá skotið ríða af rétt utan vítateigs og boltinn endaði í horninu. Tiffany hefði mátt gera betur í marki Selfoss í jöfnunarmarki Láru Kristínar. Ekki var meira skorað í leiknum og 1-1 urðu því lokatölur. Lára Kristín bjargaði stigi fyrir Val. Vísir/Diego Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í leiknum og eiga góða kafla og jafntefli þar af leiðandi sanngjarnt. Fínn fótbolti hjá báðum liðum sem fengu hvort um sig færi til þess að tryggja sér sigurinn í leiknum. Hverjar sköruðu fram úr? Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir náðu vel saman í sóknarlínu Vals. Lára Kristín var svo að vanda drjúg inni á miðsvæðinu og skoraði svo markið sem skilaði Val jafntefli. Sif Atladóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir voru eins og klettar í miðri vörn Selfoss og Unnur Dóra Bergsdóttir og Brenna Lovera voru síógnandi í framlínu gestanna. Elísa Viðarsdóttir og Mist Edvardsdóttir halda hér á skildinum sem Valur fékk fyrir sigurinn á Íslandsmótinu. Vísir/Diego Besta deild kvenna Valur UMF Selfoss Fótbolti
Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð. Selfoss endaði hins vegar tímabilið vel en liðið var taplaust í síðustu sex leikjum sínum í deildinni, hafði betur í fjórum og gerði tvö jafntefli. Niðurstaðan fimmta sæti deildarinnar með 29 stig á fyrstu leiktíð Björns Sigurbjörnssonar við stjórnvölinn hjá liðinu. Bæði lið fengu fín færi til þess að komast yfir í fyrri hálfleik en Elín Metta Jensen fékk klárlega það besta. Elín Metta slapp þá ein í gegnum vörn Selfoss, setti boltann framhjá Tiffany Sornpao en hársbreidd framhjá stönginni einnig. Elín Metta Jensen fékk nokkur góð færi til þess að skora fyrir Val í leiknum í dag. Vísir/Diego Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfossi verðskuldað yfir í upphafi seinni hálfleiks. Fanney Inga Birkisdóttir, sem stóð vaktina í marki Vals, sló þá hornspyrnu Miröndu Nild ekki nógu langt frá og Unnur Dóra setti boltann í netið af stuttu færi. Lára Kristín Pedersen sá hins vegar til þess að sigurhátíðin yrði ekki súr þegar hún jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik. Lára Kristín lét þá skotið ríða af rétt utan vítateigs og boltinn endaði í horninu. Tiffany hefði mátt gera betur í marki Selfoss í jöfnunarmarki Láru Kristínar. Ekki var meira skorað í leiknum og 1-1 urðu því lokatölur. Lára Kristín bjargaði stigi fyrir Val. Vísir/Diego Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Liðin skiptust á að hafa yfirhöndina í leiknum og eiga góða kafla og jafntefli þar af leiðandi sanngjarnt. Fínn fótbolti hjá báðum liðum sem fengu hvort um sig færi til þess að tryggja sér sigurinn í leiknum. Hverjar sköruðu fram úr? Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir náðu vel saman í sóknarlínu Vals. Lára Kristín var svo að vanda drjúg inni á miðsvæðinu og skoraði svo markið sem skilaði Val jafntefli. Sif Atladóttir og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir voru eins og klettar í miðri vörn Selfoss og Unnur Dóra Bergsdóttir og Brenna Lovera voru síógnandi í framlínu gestanna. Elísa Viðarsdóttir og Mist Edvardsdóttir halda hér á skildinum sem Valur fékk fyrir sigurinn á Íslandsmótinu. Vísir/Diego
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti