Sjáðu Vitor fljúga inn í úrslit: „Ég veit að Matthías er brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 12:01 Vitor Charrua sýndi stáltaugar í gærkvöld og vann afar öruggan sigur. Stöð 2 Sport Vitor Charrua vann óvæntan en afar sannfærandi sigur á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Hann skellti meðal annars Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Matthíasi Erni Friðrikssyni, 3-0. Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember. Pílukast Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember.
Pílukast Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira