Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar. Þar segir að nú sé unnið að því að slökkva í glæðum en gera megi ráð fyrir því að slökkvistarf haldi áfram fram á kvöld. Vegum í kringum húsnæðið sem brann var lokað og verðum þeim haldið lokuðum eitthvað áfram.

Rannsókn hefst á morgun á upptökum brunans en talið er að hann hafi byrjað í þvottahúsi húsnæðis Vasks. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun sem selur hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni og fleira.
Aðgerðarstjórn þakkar öllum er komu að björgunarstörfum, aðstoð og að skipulagi aðgerða. Meðal viðbragðsaðila voru slökkvilið Múlaþings og Fjarðabyggðar, björgunarsveitin Hérað, Heilsugæsla HSA og lögregla.