Lizzo spilaði á kristalsflautu James Madison Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 17:12 Hér pilar Lizzo á þverflautu á rauða dreglinum. Getty/Sean Zanni Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal. Lizzo var stödd í Washington D.C. á tónleikaferðalagi og var boðið af bandaríska þjóð- og þingsafninu að koma í heimsókn og skoða þverflautusafn safnsins. Lizzo virðist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um en hún hefur gjarnan gert mikið úr því að spila á þverflautu á meðan tónleikum sínum stendur. Washington Post greinir frá þessu. Tónlistarkonan spilaði á flautuna hans Madison á tómu safninu og fékk að taka hana með sér upp á svið í gær þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í Capital One tónlistarhöllinni í Washington D.C. Flautan er eitt af því fáa sem lifði af bruna Hvíta hússins árið 1814. IM COMING CARLA! AND IM PLAYIN THAT CRYSTAL FLUTE!!!!! https://t.co/aPcIthlqeo— FOLLOW @YITTY (@lizzo) September 24, 2022 Til þess að Lizzo gæti spilað á flautuna á tónleikum sínum var flautan sett í sérstakan hlífðarkassa til þess að vernda hana og var sérstakt öryggisteymi með í för. Hér að ofan má sjá Lizzo spila á flautuna. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lizzo var stödd í Washington D.C. á tónleikaferðalagi og var boðið af bandaríska þjóð- og þingsafninu að koma í heimsókn og skoða þverflautusafn safnsins. Lizzo virðist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um en hún hefur gjarnan gert mikið úr því að spila á þverflautu á meðan tónleikum sínum stendur. Washington Post greinir frá þessu. Tónlistarkonan spilaði á flautuna hans Madison á tómu safninu og fékk að taka hana með sér upp á svið í gær þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í Capital One tónlistarhöllinni í Washington D.C. Flautan er eitt af því fáa sem lifði af bruna Hvíta hússins árið 1814. IM COMING CARLA! AND IM PLAYIN THAT CRYSTAL FLUTE!!!!! https://t.co/aPcIthlqeo— FOLLOW @YITTY (@lizzo) September 24, 2022 Til þess að Lizzo gæti spilað á flautuna á tónleikum sínum var flautan sett í sérstakan hlífðarkassa til þess að vernda hana og var sérstakt öryggisteymi með í för. Hér að ofan má sjá Lizzo spila á flautuna.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira