Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 17:00 Áfram er opin hola við lögnina sem gaf sig. Vísir/Vilhelm Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46