Lokatölur komnar víða úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. september 2022 11:14 Veiði í sjálfbæru laxveiðiánum er að ljúka og lokatölur eru að berast úr ánum þessa dagana sem sýna að sumarið var heilt yfir ekki jafn slæmt og veiðimenn héldu að það yrði í upphafi. Miðfjarðará er sem stendur hæsta áin á listanum, þ.e.a.s. yfir sjálfbæru árnar, með 14.74 laxa sem er um 300 löxum minni veiði en í fyrra. Lokatölur úr Norðurá eru uppá 1.352 laxa sem er 89 löxum minna en í fyrra. Haffjarðará er með 870 laxa eða 44 löxum minna en í fyrra á meðan Laxá á Ásum bætir sigf milli ára og fer í 820 laxa á móti 600 löxum í fyrra. Hítará átti mjög góðan lokakafla í sumar en áin fór í 708 laxa á móti 548 löxum í fyrra. En þá eru það óvæntu tölurnar sem engin gerði ráð fyrir. Leirvogsá var frábær í sumar en heildartalan úr henni er 455 laxar á móti 279 löxum í fyrra á aðeins tvær stangir. Sama má segja úr Flókadalsá en hún fór í 519 laxa á meðan veiðin í fyrra var 281 lax sem þykir bara flott á þrjár stangir. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Vaxandi veiði á sjóbirting í Eyjafjarðará Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lax í Elliðaám Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Miðfjarðará er sem stendur hæsta áin á listanum, þ.e.a.s. yfir sjálfbæru árnar, með 14.74 laxa sem er um 300 löxum minni veiði en í fyrra. Lokatölur úr Norðurá eru uppá 1.352 laxa sem er 89 löxum minna en í fyrra. Haffjarðará er með 870 laxa eða 44 löxum minna en í fyrra á meðan Laxá á Ásum bætir sigf milli ára og fer í 820 laxa á móti 600 löxum í fyrra. Hítará átti mjög góðan lokakafla í sumar en áin fór í 708 laxa á móti 548 löxum í fyrra. En þá eru það óvæntu tölurnar sem engin gerði ráð fyrir. Leirvogsá var frábær í sumar en heildartalan úr henni er 455 laxar á móti 279 löxum í fyrra á aðeins tvær stangir. Sama má segja úr Flókadalsá en hún fór í 519 laxa á meðan veiðin í fyrra var 281 lax sem þykir bara flott á þrjár stangir. Listann í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Vaxandi veiði á sjóbirting í Eyjafjarðará Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Ótrúlegur eltingaleikur við risalax - myndband Veiði Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Lax í Elliðaám Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði