Aukið álag vegna barna á flótta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2022 21:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt. Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“ Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“
Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11