Aukið álag vegna barna á flótta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. september 2022 21:01 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Málum vegna barna af erlendum uppruna hefur fjölgað nokkuð hjá Barnavernd Reykjavíkur. Framkvæmdastjórinn segir aukið álag vegna barna á flótta eftir að covid takmörkunum var aflétt. Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“ Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Sjá meira
Fyrir um tveimur árum var sérstakt teymi stofnað hjá Barnavernd Reykjavíkur sem sinnir málum barna af erlendum uppruna og heimilisofbeldi. Á síðasta ári kom tvö hundruð og sjötíu og eitt mál inn á borð teymisins en yfir tvö hundruð börn af erlendum uppruna áttu mál til vinnslu. „Það er svona okkar tilfinning að það sé nokkur fjölgun í þessum málum og það er þannig líka að bara örfá mál geta í raun og veru valdið bara mjög miklum þunga á okkar kerfi þó að það séu kannski ekki einhver fjöldi mála þar á bak við. Það geta verið mörg börn í einni fjölskyldu eða eitthvað slíkt þar sem að þarf mikið inngrip eða mikla aðstoð,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Sem hlutfall af heildarfjölda tilkynninga til barnaverndar þá eru fleiri tilkynningar varðandi börn af erlendum uppruna heldur en endurspeglast sem fjölda þeirra af mannfjölda í Reykjavík. Þá hafi fleiri mál er varða börn á flótta komið inn á borð barnaverndar á þessu ári. „Við sjáum núna á þessu ári kannski svona eftir að covid takmörkunum létti þá sjáum við nokkurn þunga í málefnum flóttamanna og þeirra sem hingað eru að koma. Auðvitað bæði einhverra barna sem að koma frá Úkraínu ekki með forsjáraðilum og annað slíkt og svo líka bara flóttamenn sem eru koma annars staðar frá.“ Málin séu oft flókin. „Þetta eru bara oft mjög þung mál. Fólk er eins og gefur að skilja í afskaplega erfiðri stöðu á flótta. Það er í miklum vanda kannski bara í áfalli og erfitt auðvitað bara að halda utan um sín mál hvað þá ef að fólk er með mörg börn eða mörg lítil börn með sér að þá skapar það auðvitað enn þá meiri flækjur og þetta lendir gjarna á okkar borði.“
Réttindi barna Barnavernd Reykjavík Innflytjendamál Tengdar fréttir Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi Sjá meira
Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. 29. ágúst 2022 19:11