Ný þjóðarhöll í íþróttum Ásmundur Einar Daðason skrifar 29. september 2022 08:00 Við Íslendingar höfum átt öflugt íþróttafólk í gegnum tíðina í mörgum íþróttum sem náð hefur undraverðum árangri undir fána smáþjóðar. Samkeppnin harðnar stöðugt og í dag er ekki lengur nóg að hafa hæfileika og metnað til að komast í fremstu röð. Fyrsta flokks aðstaða til íþróttaiðkunar skiptir einnig höfuðmáli. Málefni þjóðarleikvanga í íþróttum hafa verið til umræðu um alllangt skeið. Kjarni málsins er að okkar fremsta afreksfólk og landslið hafa ekki aðgang að æfingaraðstöðu eða mannvirkjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar aðstöðu í dag. Núverandi þjóðarleikvangar eru komnir til ára sinna og aðstaðan úrelt. Kröfurnar snúa ekki eingöngu að aðstöðu til íþróttaiðkunar heldur einnig að aðstöðu og aðgengi fyrir fjölmiðla, öryggi og jákvæðri upplifun áhorfenda. Með auknum kröfum vegna alþjóðlegrar keppni er jafnframt hætta á því að heimaleikir íslenskra landsliða, sem nú eru haldnir á undanþágu, geti ekki farið fram hér á landi. Við það verður ekki unað og það er forgangsverkefni að hraða byggingu þjóðarleikvanga í íþróttum eins og kostur er. Boltinn fer að rúlla Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Víðtækt samtal átti sér stað við íþróttahreyfinguna og Reykjavíkurborg og er myndin byrjuð að skýrast. Byrjað verður á þjóðarhöll í innanhússíþróttum en undirbúningur fyrir nýja þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur áfram samhliða. Þann 6. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardalnum. Viljayfirlýsingin er fjórþætt. Í fyrsta lagi að ráðist verði í byggingu Þjóðarhallar í samstarfi ríkis og Reykjavíkurborgar, í annan stað að Þjóðarhöllin verði í Laugardal, í þriðja lagi að skipuð verði framkvæmdanefnd og í fjórða lagi að framkvæmdum ljúki árið 2025. Framkvæmdanefndin hefur hafið störf og það var ánægjulegt að taka þátt í fyrsta fundi nefndarinnar í ágúst. Mikill hugur, kraftur og jákvæðni var í hópnum. Hún vinnur nú að því að skilgreina mannvirkið, ákvarða rekstrarform og áætla kostnað. Fyrsti fasi verkefnisins er í fullum gangi og samkvæmt áætlun. Ný þjóðarhöll þarf að rísa hratt og örugglega Við Íslendingar gerum miklar kröfur til íþróttafólks um afrek og framúrskarandi árangur. Það er eðlilegt að íþróttafólk og hreyfingin öll geri kröfur til stjórnvalda um viðunandi aðstöðu til að hámarka árangur. Eins vel og Laugardalshöllin hefur þjónað íslensku íþróttalífi er hún barn síns tíma. Með nýrri höll í Laugardalnum verður umgjörð fyrir faglega þætti starfsins, fjölmiðla og áhorfendur eins og best verður á kosið. Við ætlum að klára verkefnið og sjá til þess að afreksíþróttafólk okkar Íslendinga geti notið aðstöðu á heimsmælikvarða. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum átt öflugt íþróttafólk í gegnum tíðina í mörgum íþróttum sem náð hefur undraverðum árangri undir fána smáþjóðar. Samkeppnin harðnar stöðugt og í dag er ekki lengur nóg að hafa hæfileika og metnað til að komast í fremstu röð. Fyrsta flokks aðstaða til íþróttaiðkunar skiptir einnig höfuðmáli. Málefni þjóðarleikvanga í íþróttum hafa verið til umræðu um alllangt skeið. Kjarni málsins er að okkar fremsta afreksfólk og landslið hafa ekki aðgang að æfingaraðstöðu eða mannvirkjum sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíkrar aðstöðu í dag. Núverandi þjóðarleikvangar eru komnir til ára sinna og aðstaðan úrelt. Kröfurnar snúa ekki eingöngu að aðstöðu til íþróttaiðkunar heldur einnig að aðstöðu og aðgengi fyrir fjölmiðla, öryggi og jákvæðri upplifun áhorfenda. Með auknum kröfum vegna alþjóðlegrar keppni er jafnframt hætta á því að heimaleikir íslenskra landsliða, sem nú eru haldnir á undanþágu, geti ekki farið fram hér á landi. Við það verður ekki unað og það er forgangsverkefni að hraða byggingu þjóðarleikvanga í íþróttum eins og kostur er. Boltinn fer að rúlla Eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra íþróttamála var að skipa stýrihóp um undirbúning uppbyggingar þjóðarleikvanga fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsíþróttir. Víðtækt samtal átti sér stað við íþróttahreyfinguna og Reykjavíkurborg og er myndin byrjuð að skýrast. Byrjað verður á þjóðarhöll í innanhússíþróttum en undirbúningur fyrir nýja þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum heldur áfram samhliða. Þann 6. maí síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardalnum. Viljayfirlýsingin er fjórþætt. Í fyrsta lagi að ráðist verði í byggingu Þjóðarhallar í samstarfi ríkis og Reykjavíkurborgar, í annan stað að Þjóðarhöllin verði í Laugardal, í þriðja lagi að skipuð verði framkvæmdanefnd og í fjórða lagi að framkvæmdum ljúki árið 2025. Framkvæmdanefndin hefur hafið störf og það var ánægjulegt að taka þátt í fyrsta fundi nefndarinnar í ágúst. Mikill hugur, kraftur og jákvæðni var í hópnum. Hún vinnur nú að því að skilgreina mannvirkið, ákvarða rekstrarform og áætla kostnað. Fyrsti fasi verkefnisins er í fullum gangi og samkvæmt áætlun. Ný þjóðarhöll þarf að rísa hratt og örugglega Við Íslendingar gerum miklar kröfur til íþróttafólks um afrek og framúrskarandi árangur. Það er eðlilegt að íþróttafólk og hreyfingin öll geri kröfur til stjórnvalda um viðunandi aðstöðu til að hámarka árangur. Eins vel og Laugardalshöllin hefur þjónað íslensku íþróttalífi er hún barn síns tíma. Með nýrri höll í Laugardalnum verður umgjörð fyrir faglega þætti starfsins, fjölmiðla og áhorfendur eins og best verður á kosið. Við ætlum að klára verkefnið og sjá til þess að afreksíþróttafólk okkar Íslendinga geti notið aðstöðu á heimsmælikvarða. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar