Southgate eftir að enda á botni riðilsins: „Hafa vaxið sem lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 23:00 Gareth Southgate á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT England gerði 3-3 jafntefli í lokaleik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Eftir að lenda 2-0 undir kom England til baka og skoraði óvænt þrjú mörk en fram að þessu hafði liðið aðeins skorað eitt mark í fimm leikjum. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, segir enska liðið hafa vaxið. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
„Ég verð að segja að leikmennirnir hafa verið frábærir undanfarna daga. Þeir hafa tekið ábyrgð sem einstaklingar. Sem hópur hafa þeir talað saman innbyrðis og við okkur [þjálfarateymið]. Þeir virkilega stigið upp í þessari viku. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hópinn en þeir hafa vaxið sem lið,“ sagði Southgate eftir leik kvöldsins. „Það mun vera pressa á okkur á HM, við munum að vissu leyti alltaf hafa ákveðna pressu á okkur. Þú getur reynt að forðast pressuna en hún kemur alltaf á endanum. Það er betra að við finnum fyrir henni strax og lærum að meðhöndla hana.“ „Við spiluðum vináttuleik gegn Fílabeinsströndinni í mars á þessu ári þar sem þeir missa mann af velli snemma leiks og leikurinn fjaraði út, við lærðum ekki neitt.“ „Við lærðum hins vegar gríðarlega mikið í þessari viku. Strákarnir þurftu að stíga fram og koma saman, það mun nýtast okkur til lengri tíma.“ Um jöfnunarmark Þýskalands „Þetta voru mistök og auðvitað er hann leiður en liðið verður að standa saman og það höfum við gert alla vikuna,“ sagði Southgate þegar hann var spurður út í mistök markvarðarins Nick Pope í þriðja marki Þýskalands. Pope tókst þá ekki að halda lausu skoti Serge Gnabry og Kai Havertz renndi boltanum í netið. "We showed character and also a lot of quality in the chances we created"Gareth Southgate gives his reaction to England's 3-3 draw against Germany. pic.twitter.com/X0jNbvOG7r— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 26, 2022 „Í kvöld voru það mistök sem gáfu þeim mörk en ég vil einblína á þá staðreynd að við sýndum mikinn karakter, gæði í færunum sem við sköpuðum og trú, eitthvað sem við höfum ekki sýnt í undanförnum leikjum. Ég held að áhorfendur hafi tekið eftir því og gert slíkt hið sama í kjölfarið,“ sagði Southgate að lokum. England endar á botni riðilsins og mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta ári.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira