Er fasteignin þín rétt skráð hjá Þjóðskrá? Tómas Ellert Tómasson skrifar 26. september 2022 07:31 Þess eru staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats 2023 hafi Þjóðskrá Íslands tekið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þeim verknaði fór Þjóðskrá Íslands gegn skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Í þeim lögum kemur skýrt fram að það sé hlutverk byggingarfulltrúa hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá um slíkar skráningar. Byggingarfulltrúinn lætur svo Þjóðskrá þær upplýsingar í té. Og það kemur meira að segja fram á heimasíðu Þjóðskrár að svo eigi verklagið að vera. Hvað þýðir hærra skráð matsstig fasteignar? Í stuttu máli þýðir hærra skráð matsstig hærra fasteignamat fasteignar og þar með hærri fasteignagjöld og erfðafjárskatt sem greiða þarf af eigninni því fasteignamatið sjálft skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda á fasteignina. Hækkun matsstigs fasteigna hækkar þá einnig um leið álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga. Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati. Líkt og kemur fram á vef Þjóðskrár að þá er mikilvægt að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð að þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat. Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 verða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Fasteignamarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þess eru staðfest dæmi um að við gerð fasteignamats 2023 hafi Þjóðskrá Íslands tekið fram fyrir hendur byggingarfulltrúa sveitarfélaga og skráð nýbyggingar á hærra matsstig en þær eru í raun. Með þeim verknaði fór Þjóðskrá Íslands gegn skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Í þeim lögum kemur skýrt fram að það sé hlutverk byggingarfulltrúa hvers sveitarfélags fyrir sig að sjá um slíkar skráningar. Byggingarfulltrúinn lætur svo Þjóðskrá þær upplýsingar í té. Og það kemur meira að segja fram á heimasíðu Þjóðskrár að svo eigi verklagið að vera. Hvað þýðir hærra skráð matsstig fasteignar? Í stuttu máli þýðir hærra skráð matsstig hærra fasteignamat fasteignar og þar með hærri fasteignagjöld og erfðafjárskatt sem greiða þarf af eigninni því fasteignamatið sjálft skapar grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda á fasteignina. Hækkun matsstigs fasteigna hækkar þá einnig um leið álagningarstofn fasteignagjalda sveitarfélaga. Fasteignamatið er einnig notað í ýmsum öðrum tilgangi. Til dæmis er fjárhæð stimpilgjalds vegna þinglýsingar kaupsamnings háð fasteignamati eignar. Enn fremur miða sumar lánastofnanir veðhæfni fasteigna við ákveðið hlutfall af fasteignamati. Líkt og kemur fram á vef Þjóðskrár að þá er mikilvægt að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð að þá er hægt að gera athugasemd við það eða sækja um endurmat. Hvað olli því svo og í hvaða tilgangi Þjóðskrá tók fram fyrir hendur byggingafulltrúa landsins við skráningu matsstigs fasteigna við gerð fasteignamats fyrir árið 2023 verða forstjóri Þjóðskrár og innviðaráðherra sem ber ábyrgð á stofnuninni að svara fyrir. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar