Nýliðar Liverpool unnu óvæntan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í fyrstu umferð á meðan Everton tapaði gegn Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United. Það mátti því reikna með hörkuleik í kvöld en annað kom í ljós.
Megan Finnigan kom Everton yfir eftir níu mínútna leik og Jessica Park tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan 0-2 í hálfleik og þannig var hún allt fram á 88. mínútu. Það gulltryggði varamaðurinn Hanna Bennison sigur Everton, lokatölur 0-3 á Anfield.
Bæði lið því með þrjú stig þegar tvær umferðir eru búnar. Arsenal, Manchester United og Aston Villa eru einu liðin sem hafa unnið báða leiki sína til þessa. Á sama tíma eru Manchester City, Leicester City og Reading einu liðin sem hafa tapað báðum sínum leikjum.