Sean Dyche um Heiðar Helguson: Þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 08:01 Heiðar Helguson og Oliver Kahn, þáverandi markvörður Þýskalands, á góðri stundu. Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Sean Dyche, fyrrum þjálfari Burnley, var gestur í hlaðvarpi Ben Foster, markvarðarins fyrrverandi. Fór Dyche yfir víðan völl og á einum tímapunkti varð Heiðar Helguson að umræðuefni þáttarins. Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45
Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00