Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2022 13:44 Hofsá í Vopnafirði Veiðisumarið fór rólega af stað í flestum ám og vanir veiðimenn segja að ástæðan fyrir því sé bara sú að sumarið og göngur hafi verið tveimur vikum á eftir áætlun. Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa. Stangveiði Mest lesið Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Kastnámskeið fyrir byrjendur Veiði Lax-Á með veiðistaðakynningu í Stóru Laxá Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði
Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði Flottir fiskar í Norðlingafljóti Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Kastnámskeið fyrir byrjendur Veiði Lax-Á með veiðistaðakynningu í Stóru Laxá Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Sala veiðileyfa góð þrátt fyrir aflabrest í fyrra Veiði