Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum Bjarki Sigurðsson skrifar 23. september 2022 11:45 Freyja Haraldsdóttir segir leikstjóra Sem á himni ekki geta vitað upp á hár hvað fatlað fólk gengur í gegnum þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Vísir Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar. Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“. Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Umræða hefur skapast um birtingu fötluðu persónunnar Dodda í verkinu Sem á himni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Nína Hjálmarsdóttir, gagnrýnandi Víðsjár, sagði persónuna ýta yndir skaðlegar staðalímyndir um fatlað fólk og spurði hvers vegna ekki var fundinn fatlaður einstaklingur til að leika Dodda. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri Sem á himni, svaraði í gær fyrir gagnrýnina. Hún sagði að málefni fatlaðra standi henni sérstaklega nærri þar sem hún eigi fatlað barn. Hún hafi meðal annars tekið að sér leikstjórn verksins til að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélaginu. Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir í Facebook-færslu það hafa verið erfitt að lesa svar Unnar. Hún trúi því að Unni sé annt um stöðu fatlaðs fólks og að hún upplifi þær tilfinningar sem hún segist gera. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóra, um málið. „Það breytir því hinsvegar ekki að yfirlýsingin gefur ekki til kynna að hún eða aðstandendur sýningarinnar ætli að gefa röddum fatlaðs fólks, um viðfangsefni fötlunar í sýningunni vægi og pláss, né gangast við ábyrgðinni, biðjast afsökunar á ableismanum og útlista í detailum hvernig á að gera betur næst. Sýna auðmýkt og hlusta - og leitast við að skilja,“ segir Freyja. Hún segir Unni falla í sömu gryfju og margir, að láta málið snúast um tilfinningar ófatlaðs fólks. Hún segir Unni vera að „able-splaina“ (útskýra fyrir fötluðu fólki hvað fatlanir eru í raun og veru). Freyja segir það vera algjöran misskilning að foreldrar fatlaðra barna viti hvað fatlað fólk gangi í gegnum. Foreldrar sjái jú hvað er að gerast en verða þó ekki fyrir sömu fordómum og þeir sem fatlaðir eru. „Þau vita ekki hvernig það er að sitja í kvikmyndahúsi og leikhúsi og hlusta á aðra áhorfendur veltast um af hlátri yfir niðurlægingum sem fatlað fólk verður gjarnan fyrir. Eða hvernig það raunverulega er að verða fyrir útilokun, fordómum og jaðarsetningu. Og að geta hvergi speglað sig í öðru fötluðu fólki á sviði,“ segir Freyja. Hún segir það að vera foreldri fatlaðs barns gefi ekki sjálfkrafa túlkunar- og skilgreiningarvald, hvað þá nægilega innsýn eða skilning til að segja sögu fatlaðs fólks án aðkomu frá fötluðu fólki. „Ég vona að aðstandur þessarar sýningar muni amk. einn daginn hrökkva úr vörn, axla ábyrgð og endurtaka ekki þessa langþreyttu birtingarmyndir fötlunar og sleppi takinu á valdinu yfir okkar sögum,“ segir Freyja. Í fyrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Freyja að hún hafi ekki séð umrædda sýningu, Sem á himni, og treysti sé ekki til þess því hún sé „búin með lífsskammtinn af að sitja í leikhúsi og bíó og horfa á fatlað fólk smættað, niðurlægt og skrumskælt og heyra salinn hlæja eða aumkast yfir enn eini staðalmyndinni“.
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira