Tristan Thompson sífellt að valda henni vonbrigðum
Foreldrarnir virtust sammála um það í þættinum að sonurinn sé líkur stóru systur sinni True. Khloé segist hafa verið efins um að vilja fá barnsfaðir sinn á spítalann. Að lokum leyfði hún honum þó að koma og áttu þau fallega stund saman.
Það var í janúar á þessu ári sem barnsfaðir hennar Tristan Thompson viðurkenndi að hafa feðrað barn með annarri konu en Khloé. Yfirlýsingin kom í kjölfarið af málaferlum sem hófust í desember þegar móðir barnsins, Maralee Nichols, óskaði eftir faðernisprófi.
Eftir að upp komst um framhjáhaldið og barnið hættu þau saman. Það sem umheimurinn vissi ekki fyrr en eftir á er að þau voru byrjuð í barneignarferli. Í þáttunum segist hún hafa verið hrædd að tilkynna um komu sonar í ljósi nýju fréttanna og reyndi að halda þeim út á fyrir sig eins lengi og hún gat.
Khloé vissi ekkert
Khloé segir að Thompson hafi ekki sagt sér neitt um barnið sem hann eignaðist með hinni konunni á meðan þau voru sjálf að hefja sitt barneignarferli. Hún komst að þessu á sama tíma og restin af heiminum. Henni fannst það bæta gráu ofan á svart að hann hafi ekki sagt sér frá þessu áður en faðernið varð opinber þekking. „Hann gat ekki einu sinni varað mig við,“ sagði hún sár í þáttunum á Hulu.
Sambandsslitin voru ekki í fyrsta skiptið sem parið hætti saman, frá því að þau byrjuðu saman árið 2016. Thompson hefur nokkrum sinnum verið gripinn við það að halda framhjá henni. Meðal annars með vinkonu litlu systur hennar og þegar Khloé var komin níu mánuði á leið með dóttur þeirra True.
Barnið mun byrja á T
Á spítalanum gaf Khloé upp að barnið muni að öllum líkindum byrja á T, líkt og stóra systirin True. Það er þó enn óljóst hvaða nafn sonur Kylie Jenner, litlu systur Khloé, og Travis Scott fékk. Hann kom í heiminn í upphafi ársins og hlaut upphaflega nafnið Wolf. Skömmu síðar tilkynnti Kylie þó að nafnið væri ekki að passa og að þau ætluðu að skipta.