Riverdale-leikari dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á móður sinni Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2022 08:06 Ryan Grantham fór með hlutverk Jeffrey í Riverdale. Kanadíski leikarinn og fyrrverandi barnastjarnan Ryan Grantham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt móður sína árið 2020. Hinn 24 ára Grantham er meðal annars þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttum á borð við Riverdale sem sýndir eru á Netflix, Supernatural og iZombie. Kanadískir fjölmiðlar segja dóm hafa fallið í hæstarétti Bresku Kólumbíu í gær, en Gratham játaði að hafa skotið móður sína, Barbara White, til bana. Ryan Grantham árið 2013.Getty Í dómnum kemur fram að Grantham geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn að fjórtán árum liðnum. Chris Johnson, verjandi Grantham, segir að skjólstæðingur sinn hafi reynt eftir bestu getu að koma lífinu „aftur á réttan kjöl“, en að það sé erfitt þegar litið til þess hvað hann hafi gert. Ætlaði að drepa Justin Trudeau CBS segir að við aðalmeðferð hafi komið fram að leikarinn hafi skotið móður sína í höfuðið þegar hún sat og spilaði á pianó á heimili sínu. Hann hafi svo tekið upp myndband þar sem hann viðurkenndi að hafa drepið móður sína og myndaði líkið. Ennfremur segir að næsta dag hafi Grantham safnað saman skotvopnum og Molotov-kokteilum og haft í hyggju að keyra til höfuðborgarinnar Ottawa til að drepa forsætisráðherrann Justin Trudeau. Hann hafi svo hætt við það og ætlað að hefja skothríð við Lions Gate Bridge í Vancouver eða í háskólanum þar sem hann stundaði nám. Hann hætti einnig við það og ákvað að gefa sig fram við lögreglu þar sem hann viðurkenndi morðið á móður sinni. Ryan Grantham var einungis tíu ára þegar hann hóf feril sinn í myndinni The Secret of the Nutcracker. Kanada Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Hinn 24 ára Grantham er meðal annars þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttum á borð við Riverdale sem sýndir eru á Netflix, Supernatural og iZombie. Kanadískir fjölmiðlar segja dóm hafa fallið í hæstarétti Bresku Kólumbíu í gær, en Gratham játaði að hafa skotið móður sína, Barbara White, til bana. Ryan Grantham árið 2013.Getty Í dómnum kemur fram að Grantham geti í fyrsta lagi sótt um reynslulausn að fjórtán árum liðnum. Chris Johnson, verjandi Grantham, segir að skjólstæðingur sinn hafi reynt eftir bestu getu að koma lífinu „aftur á réttan kjöl“, en að það sé erfitt þegar litið til þess hvað hann hafi gert. Ætlaði að drepa Justin Trudeau CBS segir að við aðalmeðferð hafi komið fram að leikarinn hafi skotið móður sína í höfuðið þegar hún sat og spilaði á pianó á heimili sínu. Hann hafi svo tekið upp myndband þar sem hann viðurkenndi að hafa drepið móður sína og myndaði líkið. Ennfremur segir að næsta dag hafi Grantham safnað saman skotvopnum og Molotov-kokteilum og haft í hyggju að keyra til höfuðborgarinnar Ottawa til að drepa forsætisráðherrann Justin Trudeau. Hann hafi svo hætt við það og ætlað að hefja skothríð við Lions Gate Bridge í Vancouver eða í háskólanum þar sem hann stundaði nám. Hann hætti einnig við það og ákvað að gefa sig fram við lögreglu þar sem hann viðurkenndi morðið á móður sinni. Ryan Grantham var einungis tíu ára þegar hann hóf feril sinn í myndinni The Secret of the Nutcracker.
Kanada Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira