Federer og Nadal taka höndum saman í lokaleik Svisslendingsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2022 07:00 Roger Federer ætlar sér að leggja spaðann á hilluna eftir Laver Cup. Julian Finney/Getty Images for Laver Cup Svissneski tenniskappinn Roger Federer ætlar sér að leggja spaðann á hilluna eftir tvíliðaleikinn á Laver Cup sem hefst í dag í London. Með honum í liði verður gamall andstæðingur hans til margra ára, Rafael Nadal. Þeir félagar munu leika fyrir hönd Evrópuliðsins gegn heimsliðinu sem þeir Jack Sock og Frances Tiafoe skipa. Federer og Nadal eru tveir af sigursælustu tennisköppum sögunnar, en hinn 41 árs gamli Federer hefur unnið 20 risatitla á ferlinum og hinn 36 ára gamli Nadal hefur unnið 22. „Ég er ekki viss um að ég ráði við þetta allt, en ég mun reyna,“ sagði Federer um mótið sem framundan er. „Ég á reyndar erfiðari minningar úr fortíðinni þar sem ég var svakalega stressaður fyrir leiki, en þetta er allt önnur tilfinning.“ „Það er auðvitað mjög sérstakt að fá að spila með Rafa. Ég er glaður að hafa hann með mér í liði, en ekki á móti mér.“ Nadal, andstæðingur Federer til margra ára, tók undir orð nú liðsfélaga síns og sagði að tennisheimurinn væri fátækari án hans. „Einn af mikilvægustu - ef ekki sá mikilvægasti - tennisspilurum ferils míns er að yfirgefa okkur,“ sagði Nadal. „Þegar allt kemur til alls þá verður þetta erfið stund. Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir að fá að spila með honum.“ Roger Federer's final match will see him will play alongside old rival Rafael Nadal in the Laver Cup doubles on Friday.#BBCTennis— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2022 Tennis Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Þeir félagar munu leika fyrir hönd Evrópuliðsins gegn heimsliðinu sem þeir Jack Sock og Frances Tiafoe skipa. Federer og Nadal eru tveir af sigursælustu tennisköppum sögunnar, en hinn 41 árs gamli Federer hefur unnið 20 risatitla á ferlinum og hinn 36 ára gamli Nadal hefur unnið 22. „Ég er ekki viss um að ég ráði við þetta allt, en ég mun reyna,“ sagði Federer um mótið sem framundan er. „Ég á reyndar erfiðari minningar úr fortíðinni þar sem ég var svakalega stressaður fyrir leiki, en þetta er allt önnur tilfinning.“ „Það er auðvitað mjög sérstakt að fá að spila með Rafa. Ég er glaður að hafa hann með mér í liði, en ekki á móti mér.“ Nadal, andstæðingur Federer til margra ára, tók undir orð nú liðsfélaga síns og sagði að tennisheimurinn væri fátækari án hans. „Einn af mikilvægustu - ef ekki sá mikilvægasti - tennisspilurum ferils míns er að yfirgefa okkur,“ sagði Nadal. „Þegar allt kemur til alls þá verður þetta erfið stund. Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir að fá að spila með honum.“ Roger Federer's final match will see him will play alongside old rival Rafael Nadal in the Laver Cup doubles on Friday.#BBCTennis— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2022
Tennis Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira