„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:23 Aron Einar Gunnarsson snéri aftur í íslenska landsliðið í dag. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti