Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 20:00 Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir. Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir.
Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira