Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. september 2022 07:01 Emilía Borgþórsdóttir, sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni, segir að mörgu að huga þegar kemur að innkaupum á grænum vörum. Rekjanleiki varanna skiptir til dæmis mjög miklu máli og eins þarf að hafa í huga að þótt vara sé vottuð, eru vottanir yfirleitt gefnar út fyrir aðeins þrjú til fimm ár í senn. Vísir/Vilhelm „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. Færi svo að sambærileg lög yrðu sett hér á landi myndi það þýða að þegar kemur að nýbyggingum er allur ferillinn reiknaður út með tilliti til umhverfismála; loftlagsmálin/gróðurhúsaáhrifin, eyðing ósonlagsins, auðlindanotkun og margt fleira. „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar,“ segir Emilía. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um breytingar á húsnæðum, þar á meðal vinnustöðum, vegna umhverfismála og vottana. Grænt val oftast mögulegt Að sögn Emilíu er framboð af grænum vörum alltaf að aukast. Hjá Húsasmiðjunni teljast í dag um fjögur þúsund vörur vera grænar, sem þýðir að í flestum tilfellum hefur viðskiptavinurinn val um að kaupa græna vöru. „Hinn almenni viðskiptavinur er orðinn mun upplýstari um þessi mál og vill fara grænu leiðina og það er okkar að stilla vörunum upp, til dæmis á heimasíðu okkar og í verslunum , þannig að það sé auðveldara að velja umhverfisvænni vörur en þær sem eru það síður,“ segir Emilía og bætir við: Oft velja viðskiptavinir grænar vörur vegna eiginleika vörunnar og ef til vill óháð umhverfisstimplinum þar sem þessar vörur eru oft endingarbetri, án sterkrar lyktar með skaðlegum rotvarnar- og uppgufunarefnum heldur en þær óvottuðu í sama flokki.“ Þá segir Emilía sumar umhverfisvænar vörur vera komnar sem eflaust þekkjast betur annars staðar en á Íslandi. Hún nefnir gler sem dæmi: „Gluggarnir okkar með þreföldu gleri skipta miklu máli í orkusparandi lausnum en við myndum eflaust finna meira fyrir þeim ef við byggjum í Evrópu um þessar mundir. En hér heima skipta þeir samt máli fyrir heildarmyndina.“ Emilía segir fólk oft velja grænar vörur vegna eiginleika þeirra og óháð umhverfisstimplinum. Því oft eru þessar vörur endingabetri, án sterkrar lyktar með skaðlegum rotvarnar- og uppgufunarefnum. Þá eru verktakar farnir að gera miklar kröfur enda fjölgar vistvænum verkefnum hjá þeim. Vísir/Vilhelm Margar vottanir Í gær fjallaði Atvinnulífið um Svansvottaðar endurbætur á vinnustað. Emilía segir vottanir hins vegar vera mun fleiri. Þær þekktustu í byggingariðnaði eru Svansvottun, BREEM staðallinn, Evrópublómið og Blái engillinn. Vottanirnar eru þó mun fleiri en hér eru nefndar. „Það eru margir þættir sem horfa þarf til því eins og með Svansvottuðu vörurnar þá vernda þær umhverfið og heilsu fólks, en hafa minni áherslu á að minnka kolefnisfótspor vörunnar,“ nefnir Emilía sem dæmi. Að sögn Emilíu fór Húsasmiðjan að leggja áherslu á grænar lausnir árið 2007. „Þá fórum við að kaupa timbur úr sjálfbærum skógum sem er einn stærsti vöruflokkurinn okkar. Langstærsti hluti timbursins er frá vottuðum skógum sem þýðir að þeir ganga ekki of nærri auðlindinni og vernda allt vist- og lífkerfi skógarins.“ Nýjar áskoranir og ný flækjustig Emilía segir grænni innkaupastefnu auðvitað fylgja ýmiss ný flækjustig sem ekki voru eins mikið til staðar áður. Til dæmis skipti rekjanleiki vara miklu máli í dag þegar verið er að kaupa og flytja inn grænar vörur. Þá segir hún grænum vörum fylgja ýmiss pappírsvinna því tryggja þurfi að varan sé fullgild í þau verkefni sem hún er hugsuð fyrir. Ekki viljum við sitja með fullan lager að vörum sem enginn vill eða getur keypt. Því þarf að vera gagnsæi og passa upp á alla staðla en þó svo að vara sé vottuð einu sinni þýðir ekki að hún verði það sem eftir er en vottanir eru yfirleitt gefnar út fyrir þrjú til fimm ár í senn og það endurmetið þar sem staðlar og vottanir eru síbreytileg og þarf að uppfylla strangari kröfur með hverju ári.“ Emilía segist nokkuð viss um að geta fullyrt að meirihluti seldra vara til stærstu viðskiptavina Húsasmiðjunnar, verktakageirinn, séu grænar vörur. „Það er æ oftar krafa frá okkar stærstu viðskiptavinum, verktökunum, að vörurnar séu vottaðar eða leyfilegar í vottuð verkefni en þeir eru yfirleitt með allt á hreinu í þessum efnum enda fer vistvænum verkefnum fjölgandi. Ég held ég geti fullyrt að meirihluti seldra vara séu vörur sem falla undir grænar vörur.“ Þá segir Emilía einnig skipta máli að horfa til orkuskiptanna. Því þau munu breyta miklu varðandi flutning á vörum og hringrásarhagkerfið í heild, sem Emilía segist vona að Ísland fari að taka fastari tökum. „En þetta er spennandi vettvangur þar sem við erum mikilvægur hlekkur í þessum iðnaði og gerum hvað við getum.“ Umhverfismál Byggingariðnaður Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Loftlagsmótið 2022: Alls kyns samstarfsmöguleikar geta fæðst Fyrirtæki, stofnanir og aðilar í nýsköpun hittast á stefnumóti til að ræða hugmyndir að umhverfisvænni rekstri. 27. apríl 2022 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Færi svo að sambærileg lög yrðu sett hér á landi myndi það þýða að þegar kemur að nýbyggingum er allur ferillinn reiknaður út með tilliti til umhverfismála; loftlagsmálin/gróðurhúsaáhrifin, eyðing ósonlagsins, auðlindanotkun og margt fleira. „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar,“ segir Emilía. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um breytingar á húsnæðum, þar á meðal vinnustöðum, vegna umhverfismála og vottana. Grænt val oftast mögulegt Að sögn Emilíu er framboð af grænum vörum alltaf að aukast. Hjá Húsasmiðjunni teljast í dag um fjögur þúsund vörur vera grænar, sem þýðir að í flestum tilfellum hefur viðskiptavinurinn val um að kaupa græna vöru. „Hinn almenni viðskiptavinur er orðinn mun upplýstari um þessi mál og vill fara grænu leiðina og það er okkar að stilla vörunum upp, til dæmis á heimasíðu okkar og í verslunum , þannig að það sé auðveldara að velja umhverfisvænni vörur en þær sem eru það síður,“ segir Emilía og bætir við: Oft velja viðskiptavinir grænar vörur vegna eiginleika vörunnar og ef til vill óháð umhverfisstimplinum þar sem þessar vörur eru oft endingarbetri, án sterkrar lyktar með skaðlegum rotvarnar- og uppgufunarefnum heldur en þær óvottuðu í sama flokki.“ Þá segir Emilía sumar umhverfisvænar vörur vera komnar sem eflaust þekkjast betur annars staðar en á Íslandi. Hún nefnir gler sem dæmi: „Gluggarnir okkar með þreföldu gleri skipta miklu máli í orkusparandi lausnum en við myndum eflaust finna meira fyrir þeim ef við byggjum í Evrópu um þessar mundir. En hér heima skipta þeir samt máli fyrir heildarmyndina.“ Emilía segir fólk oft velja grænar vörur vegna eiginleika þeirra og óháð umhverfisstimplinum. Því oft eru þessar vörur endingabetri, án sterkrar lyktar með skaðlegum rotvarnar- og uppgufunarefnum. Þá eru verktakar farnir að gera miklar kröfur enda fjölgar vistvænum verkefnum hjá þeim. Vísir/Vilhelm Margar vottanir Í gær fjallaði Atvinnulífið um Svansvottaðar endurbætur á vinnustað. Emilía segir vottanir hins vegar vera mun fleiri. Þær þekktustu í byggingariðnaði eru Svansvottun, BREEM staðallinn, Evrópublómið og Blái engillinn. Vottanirnar eru þó mun fleiri en hér eru nefndar. „Það eru margir þættir sem horfa þarf til því eins og með Svansvottuðu vörurnar þá vernda þær umhverfið og heilsu fólks, en hafa minni áherslu á að minnka kolefnisfótspor vörunnar,“ nefnir Emilía sem dæmi. Að sögn Emilíu fór Húsasmiðjan að leggja áherslu á grænar lausnir árið 2007. „Þá fórum við að kaupa timbur úr sjálfbærum skógum sem er einn stærsti vöruflokkurinn okkar. Langstærsti hluti timbursins er frá vottuðum skógum sem þýðir að þeir ganga ekki of nærri auðlindinni og vernda allt vist- og lífkerfi skógarins.“ Nýjar áskoranir og ný flækjustig Emilía segir grænni innkaupastefnu auðvitað fylgja ýmiss ný flækjustig sem ekki voru eins mikið til staðar áður. Til dæmis skipti rekjanleiki vara miklu máli í dag þegar verið er að kaupa og flytja inn grænar vörur. Þá segir hún grænum vörum fylgja ýmiss pappírsvinna því tryggja þurfi að varan sé fullgild í þau verkefni sem hún er hugsuð fyrir. Ekki viljum við sitja með fullan lager að vörum sem enginn vill eða getur keypt. Því þarf að vera gagnsæi og passa upp á alla staðla en þó svo að vara sé vottuð einu sinni þýðir ekki að hún verði það sem eftir er en vottanir eru yfirleitt gefnar út fyrir þrjú til fimm ár í senn og það endurmetið þar sem staðlar og vottanir eru síbreytileg og þarf að uppfylla strangari kröfur með hverju ári.“ Emilía segist nokkuð viss um að geta fullyrt að meirihluti seldra vara til stærstu viðskiptavina Húsasmiðjunnar, verktakageirinn, séu grænar vörur. „Það er æ oftar krafa frá okkar stærstu viðskiptavinum, verktökunum, að vörurnar séu vottaðar eða leyfilegar í vottuð verkefni en þeir eru yfirleitt með allt á hreinu í þessum efnum enda fer vistvænum verkefnum fjölgandi. Ég held ég geti fullyrt að meirihluti seldra vara séu vörur sem falla undir grænar vörur.“ Þá segir Emilía einnig skipta máli að horfa til orkuskiptanna. Því þau munu breyta miklu varðandi flutning á vörum og hringrásarhagkerfið í heild, sem Emilía segist vona að Ísland fari að taka fastari tökum. „En þetta er spennandi vettvangur þar sem við erum mikilvægur hlekkur í þessum iðnaði og gerum hvað við getum.“
Umhverfismál Byggingariðnaður Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Loftlagsmótið 2022: Alls kyns samstarfsmöguleikar geta fæðst Fyrirtæki, stofnanir og aðilar í nýsköpun hittast á stefnumóti til að ræða hugmyndir að umhverfisvænni rekstri. 27. apríl 2022 07:00 Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01 Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01
Loftlagsmótið 2022: Alls kyns samstarfsmöguleikar geta fæðst Fyrirtæki, stofnanir og aðilar í nýsköpun hittast á stefnumóti til að ræða hugmyndir að umhverfisvænni rekstri. 27. apríl 2022 07:00
Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða „Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð. 29. janúar 2021 07:01
Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00