Frítt á leik Vals í dag og tugir milljóna í boði Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 11:00 Það er mikið undir hjá Valskonum á Hlíðarenda í dag. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að segja að mikið sé undir hjá Valskonum í einvíginu við tékkneska liðið Slavia Prag sem hefst á Hlíðarenda í dag klukkan 17. Ókeypis aðgangur er að leiknum. Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira