„Ósköp fátt sem stoppar hana“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 14:31 Agla María Albertsdóttir gefur ungum aðdáendum landsliðsins eiginhandaráritun, eftir leikinn við Val á dögunum. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Agla María missti af landsleiknum mikilvæga gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði, vegna meiðsla, og framan af sumri fékk hún lítið að spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð. Frá því að hún kom að láni til Blika í lok júlí hefur hún núna náð að spila sex leiki og skorað í þeim fjögur mörk. „Þegar hún er á deginum sínum þá er ósköp fátt sem stoppar hana. Hún er frábær í fótbolta og hefur haft rosalega gott af því að fá nokkra leiki þar sem hún hefur fengið að spila í 90 mínútur,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, ánægð með að sjá Öglu Maríu geta látið ljós sitt skína á nýjan leik: „Auðvitað hefur það áhrif á sóknarmann að vera ekki í sínu „elementi“ og hún er þannig leikmaður að hún þarf pínu að vera að spila og með boltann í löppunum. Maður sér að hún er að finna sig núna,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Öglu Maríu Ísland leikur umspilsleik 11. október við sigurliðið úr leik Portúgals og Belgíu, um farseðilinn á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Það eru því góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Agla María sé komin í gang: „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt, líka í ljósi þess hvernig síðasti leikur spilaðist. Við vorum í vandræðum á köntunum og náðum ekki að leysa vel kantsvæðin, sérstaklega hægra megin. Hún er klárlega styrkur fyrir landsliðið. Að geta verið með hana í þessu formi er frábært,“ sagði Harpa. „Manni finnst hún vera að eflast með hverjum leik og maður sé í öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks hvernig allt fór í gegnum hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira