„Þessi fótbolti drepur mig að innan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 15:01 Leikmenn Juventus fengu að heyra það frá þeim stuðningsmönnum liðsins sem höfðu gert sér ferð til Monza. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Þetta var skelfing. Þetta var bara ógeðslegt,“ var skoðun sérfræðings í hlaðvarpinu Punktur og basta, sem sérhæfir sig í ítalska fótboltanum, á spilamennsku Juventus í 1-0 tapi liðsins fyrir Monza í ítölsku A-deildinni um helgina. Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Juventus hefur ekki átt sjö dagana sæla og farið illa af stað á yfirstandandi leiktíð. Um helgina mætti liðið nýliðum Monza, sem höfðu ekki unnið leik í deildinni, og þurftu að þola tap eftir slaka frammistöðu. „Þessi fótbolti, hann drepur mig að innan. Þetta var svo leiðinlegt, að horfa á þetta og þetta Juventus-lið. Hann [Max Allegri, þjálfari Juventus] hlýtur að vera búinn að missa klefann eða eitthvað – þeir eru ekkert að spila sinn eðlilega leik,“ segir Árni Þórður Randversson í þættinum, en hann er stuðningsmaður Juventus. „Vlahovic var ömurlegur, Di María fær beint rautt spjald fyrir að gefa einhverjum Izzo-gæja olnbogaskot í magann. Að svona reyndur leikmaður láti einhvern neðrideildarspilara pönka sér í eitthvað svona rugl. Svo er Allegri náttúrulega uppi í stúku af því að hann missti stjórn á skapi sínu í þessu jafntefli gegn Salernitana,“ segir Árni jafnframt. Leikmenn Monza fögnuðu sigrinum vel og innilega.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Neyðin meiri eftir neyðarfundinn Juventus hefur gengið afar illa að undanförnu og komu inn í leik helgarinnar við Monza eftir tap fyrir Benfica í Meistaradeildinni. Í kjölfar þess var haldinn neyðarfundur sem hafði ekki betri áhrif en það að tap helgarinnar fylgdi. „Þeir komast yfir á móti Benfica en tapa leiknum og fá einhvern urð yfir sig, svo er neyðarfundur og það er einhvern veginn allt í skralli þarna,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Núna rétt fyrir þessa umferð þá var Allegri í stóru viðtali í ítölskum fjölmiðlum, sem að gerist ekkert oft. Hann fór þarna yfir víðan völl og þetta var líklega planað með stjórninni að hann myndi segja sína hlið. Hann talaði um að það vantar Chiesa og Di María búinn að vera meiddur og að hann hafi aldrei getað stillt upp sinni miðju,“ segir Björn Már Ólafsson og bætir við: „Hann kom með allar afsakanirnar í bókinni og maður skilur það. En þá koma eitthvað svar, þá þarf liðið að vinna næsta leik. En svo mæta þeir bara í þennan leik og eru bara ömurlegir frá upphafi til enda,“. „Allegri vaffanculo“ Umræðan fór þá einnig inn á leikmannahóp liðsins og bekkinn hjá Juventus í leiknum. Þar var gengið svo langt að segja að hann væri verri en þegar liðið var í B-deild Ítalíu veturinn 2006-07 eftir að það var dæmt niður um deild vegna hins svokallaða Calciopoli-skandals. „Ég held að þetta sé versti bekkur sem Juventus hefur verið með í 70 ár. Þetta er bara verra en þegar þeir voru í Seriu B,“ segir Þorgeir. „Þetta er miklu verra en þá,“ segir Árni. „Þetta er sorglegt og það lýsti sér mjög vel að það heyrðist mjög vel í útsendingunni þegar stuðningsmaður Juventus öskraði inn á völlinn, eins og hann hafi verið með mækinn við hliðina á sér, ‚Allegri vaffanculo‘. Það lýsti svo vel ástandinu, af því að liðið er að spila svo leiðinlegan fótbolta,“ segir Árni enn fremur. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum að ofan. Umræðan um Juventus hefst eftir rúmlega 30 mínútur og þá má heyra í dónalega Juventus-stuðningsmanninum á 39:19. Ítalski boltinn er á Stöð 2 Sport og hefur göngu sína á ný eftir landsleikjahlé.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira