„Á þessum tímum er það ótrúlega mikilvægt að fá að vita, finna og skynja að þið fagfólkið og áhorfendur kunnið að meta það sem við gerum,“ sagði Þóra.
„Vegna þess að ekki kann lögreglan að meta það, sem vílar ekki fyrir sér að kalla blaðamenn til yfirheyrslu og krefja þá um nöfn heimildarmanna, hverja við hittum, hvar og hvers vegna, eins og ekkert sé eðlilegra,“ bætti hún við og uppskar mikinn fögnuð í salnum.
Þá sagði hún stjórnendur ákveðinna fyrirtækja ekki heldur að meta þeirra vinnu, sem „stofna skæruliðadeildir af því tilefni,“ sagði Þóra og vísar þar til svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja sem Stundin og Kjarninn fjölluðu um og varð tilefni lögreglurannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Nú hafa blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu gefið skýrslu vegna málsins.