Eina mark leiksins skoraði Lisa Evans undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Staðan 1-0 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka.
West Ham byrjar tímabilið því á sigri en upphaflega átti liðið að mæta Chelsea í fyrstu umferð en þeim leik var frestað vegna andlátar Elísabetar II Bretadrottningar.
Þá var Guðný Árnadóttir í byrjunarliði AC Milan sem vann Sassuolo 3-1 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Var það fyrsti sigur AC Milan á leiktíðinni.